Miklar lækkanir á mörkuðum Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2018 08:55 Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 4,25 prósentustig í morgun. Getty Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar, eins og hann orðaði það í gær. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 4,25 prósentustig og vísitölurnar í Hong Kong og Sjanghæ hafa sömuleiðis farið niður á við. Í Ástralíu var sömu sögu að segja og í Evrópu er búist við lækkunum í dag. Þannig lækkaði FTSE-vísitalan í London um 1,6 prósent við opnun. Miklar lækkanir voru í New York í gær og hefur Dow Jones vísitalan ekki fallið eins mikið á einum degi í átta mánuði. Þrátt fyrir uppgang í efnahagslífi Bandaríkjanna, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi, hafa fjárfestar áhyggjur af því að vaxtahækkanir af skuldabréfum komi niður á hlutabréfaverði. Þá hafa stýrivaxtahækkanir bandaríska seðlabankans einnig valdið ólgu. Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar, eins og hann orðaði það í gær. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 4,25 prósentustig og vísitölurnar í Hong Kong og Sjanghæ hafa sömuleiðis farið niður á við. Í Ástralíu var sömu sögu að segja og í Evrópu er búist við lækkunum í dag. Þannig lækkaði FTSE-vísitalan í London um 1,6 prósent við opnun. Miklar lækkanir voru í New York í gær og hefur Dow Jones vísitalan ekki fallið eins mikið á einum degi í átta mánuði. Þrátt fyrir uppgang í efnahagslífi Bandaríkjanna, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi, hafa fjárfestar áhyggjur af því að vaxtahækkanir af skuldabréfum komi niður á hlutabréfaverði. Þá hafa stýrivaxtahækkanir bandaríska seðlabankans einnig valdið ólgu.
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf