Viðskipti innlent

Fjögur verk tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands

Atli Ísleifsson skrifar
Basalt arkitektar eru tilnefnd fyrir hönnun á The Retreat við Bláa lónið.
Basalt arkitektar eru tilnefnd fyrir hönnun á The Retreat við Bláa lónið. Mynd/Ragnar Th Sigurðsson/Arctic Images
Dómnefnd hefur nú tilnefnt fjögur verk til Hönnunarverðlauna Íslands og mun eitt þeirra hljóta verðlaunin þann 2. nóvember næstkomandi. Á annað hundrað tilnefningar bárust til

Á heimasíðu Hönnunarverðlaunanna má sjá að verkin fjögur sem tilnefnd eru af dómnefnd eru:

Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir, grafískir hönnuður, fyrir hönnun á bókum í áskrift hjá Angústúru forlagi.

Bækur Angústúru.Mynd/hönnunarverðlaun íslands
Basalt arkitektar fyrir hönnun á The Retreat við Bláa lónið í samstarfi við Sigurð Þorsteinsson og Design Group Italia og svo hönnun á Geosea sjóböðunum á Húsavíkurhöfða.

Norðurbakki.Mynd/Hönnunarverðlaun
Björn Steinar Blumenstein fyrir verkefnið Catch of the Day sem snýr að því að berjast gegn matarsóun í heiminum.

Catch of the Day.Mynd/hönnunarverðlaunin
PKDM Arkitektar og Teiknistofan Storð fyrir verkefnið Norðurbakka sem samanstendur af tveimur fjölbýlishúsum ásamt garði nálægt gömlu höfninni í Hafnarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×