Telja alþjóðlega kreppu ósennilega í bráð Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. október 2018 23:37 Sérfræðingar hjá stærstu hugveitum Bandaríkjanna á sviði efnahagsmála telja aðra alþjóðlega kreppu ósennilega í bráð. Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla og höfundur nýrrar bókar um kreppuna tekur undir þetta. Í tilefni þess að nú eru tíu ár liðin frá alþjóðlegu fjármálakreppunni eru margir fræðimenn við ýmsar stofnanir að velta fyrir sér sömu spurningunni um þessar mundir.Er önnur alþjóðleg fjármálakreppa handan við hornið?„Það mun alltaf koma önnur fjármálakreppa. Sú skoðun að fjármálakreppa geti ekki orðið í þróuðum ríkjum og sú skoðun að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fáist aðeins við fjármálakreppu á nýjum mörkuðum í þróunarríkjum en ekki í þróuðum ríkjum er einfaldlega röng,“ segir Edwin M. Truman, hagfræðingur hjá Peterson Institute. Aðspurður hvort hann telji að við sjáum kreppu af þessari stærðargráðu á næstu árum svaraði hann því til að það sé ekki líklegt. „Nei, það tel ég ekki“.Edwin M. Truman segir að það sé ekki líklegt að við sjáum kreppu af þeirri stærðargráðu og við upplifðum fyrir áratug.vísir/gettyAðspurður hvort önnur alheimskreppa sé handan við hornið svarar Barry Bosworth, hagfræðingur hjá Brookings Institution: „Ekki á þessari stundu“.Efnahagur Evrópu of hægvirkur til að skapa stórar bólur Adam Tooze, prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla í New York, segir að Efnahagur Evrópu sé of hægvirkur til að skapa stórar bólur en bætir við að aldrei megi útiloka möguleika á alheimskreppu.Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla segir efnahag Evrópu of hægvirkan til að skapa stórar bólur.Vísir/stöð 2„Líkja má kreppunni 2008 við hjartaáfall sem var næstum banvænt í gervöllu fjármálakerfi heimsins. Slíkt gerist mjög sjaldan og spurningin er sú hvort við verðum vör við þá tilteknu samsetningu einkenna sem ollu kreppunni 2008 einhvers staðar í heiminum núna? Þetta líkist vissulega ekki stöðunni árið 2008 í Evrópu og Bandaríkjunum. Efnahagur Evrópu er of hægvirkur til að skapa stórar bólur,“ segir Adam Tooze. „Ég tel að efnahagslíf heimsins sé í talsvert góðu jafnvægi og nokkuð öruggt á þessari stundu en við eigum ekki að útiloka þann möguleika að þetta geti gerst aftur og þá af annarri stærðargráðu,“ segir Barry Bosworth. Tíu ár frá hruni Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sérfræðingar hjá stærstu hugveitum Bandaríkjanna á sviði efnahagsmála telja aðra alþjóðlega kreppu ósennilega í bráð. Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla og höfundur nýrrar bókar um kreppuna tekur undir þetta. Í tilefni þess að nú eru tíu ár liðin frá alþjóðlegu fjármálakreppunni eru margir fræðimenn við ýmsar stofnanir að velta fyrir sér sömu spurningunni um þessar mundir.Er önnur alþjóðleg fjármálakreppa handan við hornið?„Það mun alltaf koma önnur fjármálakreppa. Sú skoðun að fjármálakreppa geti ekki orðið í þróuðum ríkjum og sú skoðun að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fáist aðeins við fjármálakreppu á nýjum mörkuðum í þróunarríkjum en ekki í þróuðum ríkjum er einfaldlega röng,“ segir Edwin M. Truman, hagfræðingur hjá Peterson Institute. Aðspurður hvort hann telji að við sjáum kreppu af þessari stærðargráðu á næstu árum svaraði hann því til að það sé ekki líklegt. „Nei, það tel ég ekki“.Edwin M. Truman segir að það sé ekki líklegt að við sjáum kreppu af þeirri stærðargráðu og við upplifðum fyrir áratug.vísir/gettyAðspurður hvort önnur alheimskreppa sé handan við hornið svarar Barry Bosworth, hagfræðingur hjá Brookings Institution: „Ekki á þessari stundu“.Efnahagur Evrópu of hægvirkur til að skapa stórar bólur Adam Tooze, prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla í New York, segir að Efnahagur Evrópu sé of hægvirkur til að skapa stórar bólur en bætir við að aldrei megi útiloka möguleika á alheimskreppu.Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla segir efnahag Evrópu of hægvirkan til að skapa stórar bólur.Vísir/stöð 2„Líkja má kreppunni 2008 við hjartaáfall sem var næstum banvænt í gervöllu fjármálakerfi heimsins. Slíkt gerist mjög sjaldan og spurningin er sú hvort við verðum vör við þá tilteknu samsetningu einkenna sem ollu kreppunni 2008 einhvers staðar í heiminum núna? Þetta líkist vissulega ekki stöðunni árið 2008 í Evrópu og Bandaríkjunum. Efnahagur Evrópu er of hægvirkur til að skapa stórar bólur,“ segir Adam Tooze. „Ég tel að efnahagslíf heimsins sé í talsvert góðu jafnvægi og nokkuð öruggt á þessari stundu en við eigum ekki að útiloka þann möguleika að þetta geti gerst aftur og þá af annarri stærðargráðu,“ segir Barry Bosworth.
Tíu ár frá hruni Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira