Hætta við Straumsvík en stækka álver í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2018 11:00 Álver Hydro í Husnes í Noregi. Mynd/Hydro. Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi og verja til þess 1,4 milljörðum norskra króna, andvirði nítján milljarða íslenskra. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið upplýsti að það hefði hætt við að kaupa ISAL í Straumsvík, en Hydro-menn sögðust með þeim kaupum vilja auka eigin álframleiðslu til að mæta vaxandi eftirspurn. Husnes-álverið er í Kvinnherad á Hörðalandi, miðja vegu milli Stavanger og Bergen. Með stækkuninni tvöfaldast framleiðslugeta þess úr 95 þúsund tonnum á ári upp 190 þúsund tonn. Jafnframt fjölgar starfsmönnum álversins um 90 talsins en þeir eru nú 245. „Við stefnum að því að framleiða ál í Noregi með hreinni endurnýjanlegri orku og gera það með bestu fáanlegu tækni á heimsvísu," segir Hilde Merete Aasheim, í tilkynningu Hydro en hún stýrir álframleiðslu fyrirtækisins. Samhliða stækkun verður tækjabúnaður álversins endurnýjaður. Stefnt er að því að nýja framleiðslulínan verði tekin í notkun á fyrri helmingi ársins 2020. Sú skýring var gefin fyrir helgi á samningsriftuninni um kaupin á ISAL að bið eftir samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda væri orðin of löng. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hydro hættir við að fjárfesta í álverum hérlendis. Norska fyrirtækið hugðist reisa álver á Reyðarfirði en frestaði þeim áformum árið 2002 sem varð til þess að Alcoa tók yfir verkefnið. Á áttunda áratug síðustu aldar átti Norsk Hydro í viðræðum um álver í Eyjafirði. Tengdar fréttir Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33 Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi og verja til þess 1,4 milljörðum norskra króna, andvirði nítján milljarða íslenskra. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið upplýsti að það hefði hætt við að kaupa ISAL í Straumsvík, en Hydro-menn sögðust með þeim kaupum vilja auka eigin álframleiðslu til að mæta vaxandi eftirspurn. Husnes-álverið er í Kvinnherad á Hörðalandi, miðja vegu milli Stavanger og Bergen. Með stækkuninni tvöfaldast framleiðslugeta þess úr 95 þúsund tonnum á ári upp 190 þúsund tonn. Jafnframt fjölgar starfsmönnum álversins um 90 talsins en þeir eru nú 245. „Við stefnum að því að framleiða ál í Noregi með hreinni endurnýjanlegri orku og gera það með bestu fáanlegu tækni á heimsvísu," segir Hilde Merete Aasheim, í tilkynningu Hydro en hún stýrir álframleiðslu fyrirtækisins. Samhliða stækkun verður tækjabúnaður álversins endurnýjaður. Stefnt er að því að nýja framleiðslulínan verði tekin í notkun á fyrri helmingi ársins 2020. Sú skýring var gefin fyrir helgi á samningsriftuninni um kaupin á ISAL að bið eftir samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda væri orðin of löng. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hydro hættir við að fjárfesta í álverum hérlendis. Norska fyrirtækið hugðist reisa álver á Reyðarfirði en frestaði þeim áformum árið 2002 sem varð til þess að Alcoa tók yfir verkefnið. Á áttunda áratug síðustu aldar átti Norsk Hydro í viðræðum um álver í Eyjafirði.
Tengdar fréttir Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33 Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33
Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39
Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15