Hætta við Straumsvík en stækka álver í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2018 11:00 Álver Hydro í Husnes í Noregi. Mynd/Hydro. Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi og verja til þess 1,4 milljörðum norskra króna, andvirði nítján milljarða íslenskra. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið upplýsti að það hefði hætt við að kaupa ISAL í Straumsvík, en Hydro-menn sögðust með þeim kaupum vilja auka eigin álframleiðslu til að mæta vaxandi eftirspurn. Husnes-álverið er í Kvinnherad á Hörðalandi, miðja vegu milli Stavanger og Bergen. Með stækkuninni tvöfaldast framleiðslugeta þess úr 95 þúsund tonnum á ári upp 190 þúsund tonn. Jafnframt fjölgar starfsmönnum álversins um 90 talsins en þeir eru nú 245. „Við stefnum að því að framleiða ál í Noregi með hreinni endurnýjanlegri orku og gera það með bestu fáanlegu tækni á heimsvísu," segir Hilde Merete Aasheim, í tilkynningu Hydro en hún stýrir álframleiðslu fyrirtækisins. Samhliða stækkun verður tækjabúnaður álversins endurnýjaður. Stefnt er að því að nýja framleiðslulínan verði tekin í notkun á fyrri helmingi ársins 2020. Sú skýring var gefin fyrir helgi á samningsriftuninni um kaupin á ISAL að bið eftir samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda væri orðin of löng. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hydro hættir við að fjárfesta í álverum hérlendis. Norska fyrirtækið hugðist reisa álver á Reyðarfirði en frestaði þeim áformum árið 2002 sem varð til þess að Alcoa tók yfir verkefnið. Á áttunda áratug síðustu aldar átti Norsk Hydro í viðræðum um álver í Eyjafirði. Tengdar fréttir Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33 Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi og verja til þess 1,4 milljörðum norskra króna, andvirði nítján milljarða íslenskra. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið upplýsti að það hefði hætt við að kaupa ISAL í Straumsvík, en Hydro-menn sögðust með þeim kaupum vilja auka eigin álframleiðslu til að mæta vaxandi eftirspurn. Husnes-álverið er í Kvinnherad á Hörðalandi, miðja vegu milli Stavanger og Bergen. Með stækkuninni tvöfaldast framleiðslugeta þess úr 95 þúsund tonnum á ári upp 190 þúsund tonn. Jafnframt fjölgar starfsmönnum álversins um 90 talsins en þeir eru nú 245. „Við stefnum að því að framleiða ál í Noregi með hreinni endurnýjanlegri orku og gera það með bestu fáanlegu tækni á heimsvísu," segir Hilde Merete Aasheim, í tilkynningu Hydro en hún stýrir álframleiðslu fyrirtækisins. Samhliða stækkun verður tækjabúnaður álversins endurnýjaður. Stefnt er að því að nýja framleiðslulínan verði tekin í notkun á fyrri helmingi ársins 2020. Sú skýring var gefin fyrir helgi á samningsriftuninni um kaupin á ISAL að bið eftir samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda væri orðin of löng. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hydro hættir við að fjárfesta í álverum hérlendis. Norska fyrirtækið hugðist reisa álver á Reyðarfirði en frestaði þeim áformum árið 2002 sem varð til þess að Alcoa tók yfir verkefnið. Á áttunda áratug síðustu aldar átti Norsk Hydro í viðræðum um álver í Eyjafirði.
Tengdar fréttir Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33 Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33
Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39
Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15