Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2018 21:15 Álverið í Straumsvík tók til starfa árið 1969 og verður því fimmtugt á næsta ári. Mynd/Stöð 2. Álframleiðsla verður áfram í Straumsvík um langa framtíð. Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Rio Tinto tilkynnti í haust að álverið í Straumsvík væri til sölu og nú er kominn kaupandi, hið norska Hydro. „Mér líst vel á það. Það er mjög gott að þessu ferli er þannig séð lokið og komið fast tilboð frá Norsk Hydro, sem er alvöru álframleiðandi. Þannig að við erum bara kampakát hér,” segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kaupin eru með fyrirvörum, svo sem um samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins. Talsmaður Hydro, Ola Sæter, segir félagið vilja styrkja álframleiðslu sína með kaupunum. „Álframleiðsla er sú málmframleiðsla sem vex hraðast í heiminum. Eftirspurnin er meiri en eftir nokkrum öðrum málmi,” segir Ola Sæter. „Ál sem er framleitt með endurnýjanlegri orku, eins og er í Noregi og hérna á Íslandi, það er með slíkum málmi og slíkri framleiðslu sem við viljum mæta vaxandi eftirspurn markaðarins.” Ola Sæter, framkvæmdastjóri hjá Hydro Aluminium.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Norsk Hydro áformaði fyrir sextán árum að reisa álver á Reyðarfirði en frestaði ákvörðun sem varð til þess að Alcoa fékk samninginn, og á áttunda áratugnum átti fyrirtækið í viðræðum um álver í Eyjafirði. „Norðmenn eru nú okkar vinaþjóð og frændþjóð. Norsk Hydro er bara þekkt fyrir að vera góður álframleiðandi og góður vinnuveitandi,” segir Rannveig. Því hefur af og til verið varpað fram í umræðu hvort kominn sé tími á að þessu elsta álveri Íslands verði lokað en það verður fimmtugt á næsta ári. Þessi kaup núna eru skilaboð um allt annað. „Þótt hlutar þessa álvers séu fimmtíu ára þá eru ekki mörg ár síðan verksmiðjan fjárfesti í nútímatækni sem uppfyllir ströngustu kröfur vandlátustu viðskiptavina í Evrópu, hvort sem það er í byggingariðnaði eða bílaiðnaði. Svo þetta er nútímalegt og vel rekið álver hérna hjá Ísal,” segir Ola Sæter frá Hydro. En hvað segir þetta um framtíðina í Straumsvík? Hvað á álverið marga áratugi eftir? „Bara álíka marga og það á að baki,” svarar Rannveig. „Hvort sem það eru fimmtíu ár eða ekki, þá er þetta álver til framtíðar,” svarar framkvæmdastjóri Hydro, Ola Sæter. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00 Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Álframleiðsla verður áfram í Straumsvík um langa framtíð. Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Rio Tinto tilkynnti í haust að álverið í Straumsvík væri til sölu og nú er kominn kaupandi, hið norska Hydro. „Mér líst vel á það. Það er mjög gott að þessu ferli er þannig séð lokið og komið fast tilboð frá Norsk Hydro, sem er alvöru álframleiðandi. Þannig að við erum bara kampakát hér,” segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kaupin eru með fyrirvörum, svo sem um samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins. Talsmaður Hydro, Ola Sæter, segir félagið vilja styrkja álframleiðslu sína með kaupunum. „Álframleiðsla er sú málmframleiðsla sem vex hraðast í heiminum. Eftirspurnin er meiri en eftir nokkrum öðrum málmi,” segir Ola Sæter. „Ál sem er framleitt með endurnýjanlegri orku, eins og er í Noregi og hérna á Íslandi, það er með slíkum málmi og slíkri framleiðslu sem við viljum mæta vaxandi eftirspurn markaðarins.” Ola Sæter, framkvæmdastjóri hjá Hydro Aluminium.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Norsk Hydro áformaði fyrir sextán árum að reisa álver á Reyðarfirði en frestaði ákvörðun sem varð til þess að Alcoa fékk samninginn, og á áttunda áratugnum átti fyrirtækið í viðræðum um álver í Eyjafirði. „Norðmenn eru nú okkar vinaþjóð og frændþjóð. Norsk Hydro er bara þekkt fyrir að vera góður álframleiðandi og góður vinnuveitandi,” segir Rannveig. Því hefur af og til verið varpað fram í umræðu hvort kominn sé tími á að þessu elsta álveri Íslands verði lokað en það verður fimmtugt á næsta ári. Þessi kaup núna eru skilaboð um allt annað. „Þótt hlutar þessa álvers séu fimmtíu ára þá eru ekki mörg ár síðan verksmiðjan fjárfesti í nútímatækni sem uppfyllir ströngustu kröfur vandlátustu viðskiptavina í Evrópu, hvort sem það er í byggingariðnaði eða bílaiðnaði. Svo þetta er nútímalegt og vel rekið álver hérna hjá Ísal,” segir Ola Sæter frá Hydro. En hvað segir þetta um framtíðina í Straumsvík? Hvað á álverið marga áratugi eftir? „Bara álíka marga og það á að baki,” svarar Rannveig. „Hvort sem það eru fimmtíu ár eða ekki, þá er þetta álver til framtíðar,” svarar framkvæmdastjóri Hydro, Ola Sæter. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00 Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00
Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15