Æfingarnar ekkert ósvipaðar en leikmennirnir eru betri Hjörvar Ólafsson skrifar 21. september 2018 14:30 Kári var einn albesti leikmaður Hauka þegar Hafnfirðingar unnu deildarmeistaratitilinn. Fréttablaðið/andri marinó Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á spennandi vetur í vændum, en hann mun leika með varaliði Barcelona á komandi keppnistímabili. Hann gekk til liðs við spænska stórveldið frá Haukum í sumar, en hann segir mikil viðbrigði að fara frá uppeldisfélagi sínu og æfa svo og spila með mörgum af efnilegustu leikmönnum Evrópu. Deildarkeppnin í næstefstu deild hefst eftir rúmar þrjár vikur og hann er spenntur fyrir komandi áskorunum. „Það hefur gengið vel að aðlagast í Barcelona, það er afskaplega gott fólk í kringum félagið sem hefur aðstoðað mig við að koma mér fyrir. Þetta er lið sem er vant því að taka á móti leikmönnum eins og mér og hugmyndafræði liðsins gengur út á að taka unga og efnilega leikmenn og skóla þá til. Við bætumst í hóp öflugra ungra leikmanna sem aldir eru upp í akademíu félagsins. Þeir hafa tekið mér opnum örmum og kunna augljóslega þá list vel að taka á móti nýjum leikmönnum. Leikmenn eru einnig teknir inn þegar þeir eru yngri en ég er, þannig að þarna eru leikmenn sem hafa verið lengi og geta miðlað til mín af reynslu sinni,“ segir Kári um fyrstu mánuðina hjá nýju félagi. „Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi, bæði þegar kemur að körfuboltanum og að búa í borginni. Þeir eru duglegir að bæði gagnrýna, leiðbeina og láta mig vita hvernig þeir vilji að ég spili fyrir liðið. Mér finnst ég hafa bætt mig strax umtalsvert á því að æfa með svona góðum leikmönnum undir handleiðslu afar færra þjálfara. Þetta eru líklega bestu leikmenn sem ég hef æft með, eða svona á pari við leikmannahóp íslenska landsliðsins. Æfingarnar eru ekkert ósvipaðar því sem ég kynntist í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á sínum tíma, en gæði leikmanna eru töluvert meiri hjá Barcelona,“ segir Kári.Óhræddir við mistök Á æfingum hjá Barcelona er mikið lagt upp úr að menn bæti tækni sína og leikskilning. „Það er rík áhersla á það á æfingunum að leikmenn hafi mikið frjálsræði til þess að sýna sig og sanna. Það er mikið um æfingar sem reyna á leikstöðuna einn á móti einum og leikmenn eru hvattir til þess að prófa sig áfram, þeir eigi að vera óhræddir við að gera mistök og læra af þeim í kjölfarið. Leikmenn fá tíma til þess að bæta tækni sína og vinna í veikleikum sínum sem er mjög jákvætt að mínu mati. Leikskilningur leikmanna liðsins er mjög góður og það er gaman að æfa og spila með þeim,“ segir leikstjórnandinn um uppleggið hjá liðinu. „Ég mun klárlega verða í öðruvísi hlutverki en ég var í hjá Haukum og verð að þróa minn leik eftir því. Eins og gengur og gerist í evrópskum körfubolta er liðinu róterað mjög mikið og ekki byggt upp á sex til sjö leikmönnum eins og tíðkast heima. Ég mun ekki spila lungann úr leikjunum eins og ég gerði með Haukum. Leikmenn skipta örar hér og þess er krafist að þeir gefi sig alla í þær mínútur sem þeir fá. Það er bara þroskandi fyrir mig að fá aukna samkeppni og að þurfa að bregðast við því að þurfa að berjast fyrir sæti mínu í liðinu,“ segir Hafnfirðingurinn aðspurður um það hvernig hann sjái fyrir sér að hlutverk hans í liðinu verði í vetur. Körfubolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira
Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á spennandi vetur í vændum, en hann mun leika með varaliði Barcelona á komandi keppnistímabili. Hann gekk til liðs við spænska stórveldið frá Haukum í sumar, en hann segir mikil viðbrigði að fara frá uppeldisfélagi sínu og æfa svo og spila með mörgum af efnilegustu leikmönnum Evrópu. Deildarkeppnin í næstefstu deild hefst eftir rúmar þrjár vikur og hann er spenntur fyrir komandi áskorunum. „Það hefur gengið vel að aðlagast í Barcelona, það er afskaplega gott fólk í kringum félagið sem hefur aðstoðað mig við að koma mér fyrir. Þetta er lið sem er vant því að taka á móti leikmönnum eins og mér og hugmyndafræði liðsins gengur út á að taka unga og efnilega leikmenn og skóla þá til. Við bætumst í hóp öflugra ungra leikmanna sem aldir eru upp í akademíu félagsins. Þeir hafa tekið mér opnum örmum og kunna augljóslega þá list vel að taka á móti nýjum leikmönnum. Leikmenn eru einnig teknir inn þegar þeir eru yngri en ég er, þannig að þarna eru leikmenn sem hafa verið lengi og geta miðlað til mín af reynslu sinni,“ segir Kári um fyrstu mánuðina hjá nýju félagi. „Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi, bæði þegar kemur að körfuboltanum og að búa í borginni. Þeir eru duglegir að bæði gagnrýna, leiðbeina og láta mig vita hvernig þeir vilji að ég spili fyrir liðið. Mér finnst ég hafa bætt mig strax umtalsvert á því að æfa með svona góðum leikmönnum undir handleiðslu afar færra þjálfara. Þetta eru líklega bestu leikmenn sem ég hef æft með, eða svona á pari við leikmannahóp íslenska landsliðsins. Æfingarnar eru ekkert ósvipaðar því sem ég kynntist í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á sínum tíma, en gæði leikmanna eru töluvert meiri hjá Barcelona,“ segir Kári.Óhræddir við mistök Á æfingum hjá Barcelona er mikið lagt upp úr að menn bæti tækni sína og leikskilning. „Það er rík áhersla á það á æfingunum að leikmenn hafi mikið frjálsræði til þess að sýna sig og sanna. Það er mikið um æfingar sem reyna á leikstöðuna einn á móti einum og leikmenn eru hvattir til þess að prófa sig áfram, þeir eigi að vera óhræddir við að gera mistök og læra af þeim í kjölfarið. Leikmenn fá tíma til þess að bæta tækni sína og vinna í veikleikum sínum sem er mjög jákvætt að mínu mati. Leikskilningur leikmanna liðsins er mjög góður og það er gaman að æfa og spila með þeim,“ segir leikstjórnandinn um uppleggið hjá liðinu. „Ég mun klárlega verða í öðruvísi hlutverki en ég var í hjá Haukum og verð að þróa minn leik eftir því. Eins og gengur og gerist í evrópskum körfubolta er liðinu róterað mjög mikið og ekki byggt upp á sex til sjö leikmönnum eins og tíðkast heima. Ég mun ekki spila lungann úr leikjunum eins og ég gerði með Haukum. Leikmenn skipta örar hér og þess er krafist að þeir gefi sig alla í þær mínútur sem þeir fá. Það er bara þroskandi fyrir mig að fá aukna samkeppni og að þurfa að bregðast við því að þurfa að berjast fyrir sæti mínu í liðinu,“ segir Hafnfirðingurinn aðspurður um það hvernig hann sjái fyrir sér að hlutverk hans í liðinu verði í vetur.
Körfubolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira