Æfingarnar ekkert ósvipaðar en leikmennirnir eru betri Hjörvar Ólafsson skrifar 21. september 2018 14:30 Kári var einn albesti leikmaður Hauka þegar Hafnfirðingar unnu deildarmeistaratitilinn. Fréttablaðið/andri marinó Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á spennandi vetur í vændum, en hann mun leika með varaliði Barcelona á komandi keppnistímabili. Hann gekk til liðs við spænska stórveldið frá Haukum í sumar, en hann segir mikil viðbrigði að fara frá uppeldisfélagi sínu og æfa svo og spila með mörgum af efnilegustu leikmönnum Evrópu. Deildarkeppnin í næstefstu deild hefst eftir rúmar þrjár vikur og hann er spenntur fyrir komandi áskorunum. „Það hefur gengið vel að aðlagast í Barcelona, það er afskaplega gott fólk í kringum félagið sem hefur aðstoðað mig við að koma mér fyrir. Þetta er lið sem er vant því að taka á móti leikmönnum eins og mér og hugmyndafræði liðsins gengur út á að taka unga og efnilega leikmenn og skóla þá til. Við bætumst í hóp öflugra ungra leikmanna sem aldir eru upp í akademíu félagsins. Þeir hafa tekið mér opnum örmum og kunna augljóslega þá list vel að taka á móti nýjum leikmönnum. Leikmenn eru einnig teknir inn þegar þeir eru yngri en ég er, þannig að þarna eru leikmenn sem hafa verið lengi og geta miðlað til mín af reynslu sinni,“ segir Kári um fyrstu mánuðina hjá nýju félagi. „Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi, bæði þegar kemur að körfuboltanum og að búa í borginni. Þeir eru duglegir að bæði gagnrýna, leiðbeina og láta mig vita hvernig þeir vilji að ég spili fyrir liðið. Mér finnst ég hafa bætt mig strax umtalsvert á því að æfa með svona góðum leikmönnum undir handleiðslu afar færra þjálfara. Þetta eru líklega bestu leikmenn sem ég hef æft með, eða svona á pari við leikmannahóp íslenska landsliðsins. Æfingarnar eru ekkert ósvipaðar því sem ég kynntist í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á sínum tíma, en gæði leikmanna eru töluvert meiri hjá Barcelona,“ segir Kári.Óhræddir við mistök Á æfingum hjá Barcelona er mikið lagt upp úr að menn bæti tækni sína og leikskilning. „Það er rík áhersla á það á æfingunum að leikmenn hafi mikið frjálsræði til þess að sýna sig og sanna. Það er mikið um æfingar sem reyna á leikstöðuna einn á móti einum og leikmenn eru hvattir til þess að prófa sig áfram, þeir eigi að vera óhræddir við að gera mistök og læra af þeim í kjölfarið. Leikmenn fá tíma til þess að bæta tækni sína og vinna í veikleikum sínum sem er mjög jákvætt að mínu mati. Leikskilningur leikmanna liðsins er mjög góður og það er gaman að æfa og spila með þeim,“ segir leikstjórnandinn um uppleggið hjá liðinu. „Ég mun klárlega verða í öðruvísi hlutverki en ég var í hjá Haukum og verð að þróa minn leik eftir því. Eins og gengur og gerist í evrópskum körfubolta er liðinu róterað mjög mikið og ekki byggt upp á sex til sjö leikmönnum eins og tíðkast heima. Ég mun ekki spila lungann úr leikjunum eins og ég gerði með Haukum. Leikmenn skipta örar hér og þess er krafist að þeir gefi sig alla í þær mínútur sem þeir fá. Það er bara þroskandi fyrir mig að fá aukna samkeppni og að þurfa að bregðast við því að þurfa að berjast fyrir sæti mínu í liðinu,“ segir Hafnfirðingurinn aðspurður um það hvernig hann sjái fyrir sér að hlutverk hans í liðinu verði í vetur. Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á spennandi vetur í vændum, en hann mun leika með varaliði Barcelona á komandi keppnistímabili. Hann gekk til liðs við spænska stórveldið frá Haukum í sumar, en hann segir mikil viðbrigði að fara frá uppeldisfélagi sínu og æfa svo og spila með mörgum af efnilegustu leikmönnum Evrópu. Deildarkeppnin í næstefstu deild hefst eftir rúmar þrjár vikur og hann er spenntur fyrir komandi áskorunum. „Það hefur gengið vel að aðlagast í Barcelona, það er afskaplega gott fólk í kringum félagið sem hefur aðstoðað mig við að koma mér fyrir. Þetta er lið sem er vant því að taka á móti leikmönnum eins og mér og hugmyndafræði liðsins gengur út á að taka unga og efnilega leikmenn og skóla þá til. Við bætumst í hóp öflugra ungra leikmanna sem aldir eru upp í akademíu félagsins. Þeir hafa tekið mér opnum örmum og kunna augljóslega þá list vel að taka á móti nýjum leikmönnum. Leikmenn eru einnig teknir inn þegar þeir eru yngri en ég er, þannig að þarna eru leikmenn sem hafa verið lengi og geta miðlað til mín af reynslu sinni,“ segir Kári um fyrstu mánuðina hjá nýju félagi. „Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi, bæði þegar kemur að körfuboltanum og að búa í borginni. Þeir eru duglegir að bæði gagnrýna, leiðbeina og láta mig vita hvernig þeir vilji að ég spili fyrir liðið. Mér finnst ég hafa bætt mig strax umtalsvert á því að æfa með svona góðum leikmönnum undir handleiðslu afar færra þjálfara. Þetta eru líklega bestu leikmenn sem ég hef æft með, eða svona á pari við leikmannahóp íslenska landsliðsins. Æfingarnar eru ekkert ósvipaðar því sem ég kynntist í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á sínum tíma, en gæði leikmanna eru töluvert meiri hjá Barcelona,“ segir Kári.Óhræddir við mistök Á æfingum hjá Barcelona er mikið lagt upp úr að menn bæti tækni sína og leikskilning. „Það er rík áhersla á það á æfingunum að leikmenn hafi mikið frjálsræði til þess að sýna sig og sanna. Það er mikið um æfingar sem reyna á leikstöðuna einn á móti einum og leikmenn eru hvattir til þess að prófa sig áfram, þeir eigi að vera óhræddir við að gera mistök og læra af þeim í kjölfarið. Leikmenn fá tíma til þess að bæta tækni sína og vinna í veikleikum sínum sem er mjög jákvætt að mínu mati. Leikskilningur leikmanna liðsins er mjög góður og það er gaman að æfa og spila með þeim,“ segir leikstjórnandinn um uppleggið hjá liðinu. „Ég mun klárlega verða í öðruvísi hlutverki en ég var í hjá Haukum og verð að þróa minn leik eftir því. Eins og gengur og gerist í evrópskum körfubolta er liðinu róterað mjög mikið og ekki byggt upp á sex til sjö leikmönnum eins og tíðkast heima. Ég mun ekki spila lungann úr leikjunum eins og ég gerði með Haukum. Leikmenn skipta örar hér og þess er krafist að þeir gefi sig alla í þær mínútur sem þeir fá. Það er bara þroskandi fyrir mig að fá aukna samkeppni og að þurfa að bregðast við því að þurfa að berjast fyrir sæti mínu í liðinu,“ segir Hafnfirðingurinn aðspurður um það hvernig hann sjái fyrir sér að hlutverk hans í liðinu verði í vetur.
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira