KSÍ eignast „Húh“-ið Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2018 09:10 Húh-ið er ómissandi hluti víkingaklappsins svokallaða. Vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Íslands hefur náð samkomulagi við Gunnar Þór Andrésson vegna skráningar á orðmerkinu „húh.“ Samkomulagið felur í sér að Gunnar framselur skráninguna á „húh“ til KSÍ og allur frekari málarekstur stöðvaður, en málið var á borði Einkaleyfastofu. „Gunnar hafði sjálfur samband við KSÍ í vor og óskaði eftir að sambandið tæki yfir skráninguna án greiðslu. KSÍ fagnar þessum málalokum og þakkar Gunnari fyrir að hafa leitt þetta mál til lykta á farsælan hátt,“ segir í fréttabréfi sem knattspyrnusambandið sendi út í morgun. Forsaga málsins er sú að Hugleikur Dagsson teiknaði mynd af einstaklingi að taka Víkingaklappið margfræga og segja „HÚ!“. Það gerði Hugleikur í kringum Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu árið 2016 og ákvað síðar meir að prenta þessa teikningu á boli og selja í vefversluninni Dagsson.com.Gunnar Þór Andrésson afhenti KSÍ húh-iðVísirÍ desember í fyrra fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá Gunnari þar sem hann tjáði þeim að hann væri með einkarétt á „Húh!“ sem vörumerki þegar kæmi að fatnaði og drykkjarföngum. Hann sagðist hafa sótt um einkarétt á vörumerkinu til að tryggja að annar aðili gæti ekki framleitt nákvæmlega eins vöru og hann og líka til að tryggja að honum yrði ekki bannað að framleiða slíkar vöru á grundvelli einkaréttar. Gunnar greindi síðar frá því að hann sæi eftir því að hafa sótt um skráninguna, enda hafi hann orðið fyrir miklu áreiti vegna málsins. Honum hafi jafnvel verið hótað og hann kallaður öllum illum nöfnum. Tengdar fréttir Eigandi „Húh-sins“ fullur eftirsjár og segir sér hafa verið hótað Segist hafa orðið fyrir miklu áreiti og kallaður öllum illum nöfnum. 27. mars 2018 15:36 Hugleikur má ekki selja Víkingaklappsboli því „HÚ-ið“ er skráð vörumerki Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. 23. mars 2018 12:50 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur náð samkomulagi við Gunnar Þór Andrésson vegna skráningar á orðmerkinu „húh.“ Samkomulagið felur í sér að Gunnar framselur skráninguna á „húh“ til KSÍ og allur frekari málarekstur stöðvaður, en málið var á borði Einkaleyfastofu. „Gunnar hafði sjálfur samband við KSÍ í vor og óskaði eftir að sambandið tæki yfir skráninguna án greiðslu. KSÍ fagnar þessum málalokum og þakkar Gunnari fyrir að hafa leitt þetta mál til lykta á farsælan hátt,“ segir í fréttabréfi sem knattspyrnusambandið sendi út í morgun. Forsaga málsins er sú að Hugleikur Dagsson teiknaði mynd af einstaklingi að taka Víkingaklappið margfræga og segja „HÚ!“. Það gerði Hugleikur í kringum Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu árið 2016 og ákvað síðar meir að prenta þessa teikningu á boli og selja í vefversluninni Dagsson.com.Gunnar Þór Andrésson afhenti KSÍ húh-iðVísirÍ desember í fyrra fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá Gunnari þar sem hann tjáði þeim að hann væri með einkarétt á „Húh!“ sem vörumerki þegar kæmi að fatnaði og drykkjarföngum. Hann sagðist hafa sótt um einkarétt á vörumerkinu til að tryggja að annar aðili gæti ekki framleitt nákvæmlega eins vöru og hann og líka til að tryggja að honum yrði ekki bannað að framleiða slíkar vöru á grundvelli einkaréttar. Gunnar greindi síðar frá því að hann sæi eftir því að hafa sótt um skráninguna, enda hafi hann orðið fyrir miklu áreiti vegna málsins. Honum hafi jafnvel verið hótað og hann kallaður öllum illum nöfnum.
Tengdar fréttir Eigandi „Húh-sins“ fullur eftirsjár og segir sér hafa verið hótað Segist hafa orðið fyrir miklu áreiti og kallaður öllum illum nöfnum. 27. mars 2018 15:36 Hugleikur má ekki selja Víkingaklappsboli því „HÚ-ið“ er skráð vörumerki Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. 23. mars 2018 12:50 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Eigandi „Húh-sins“ fullur eftirsjár og segir sér hafa verið hótað Segist hafa orðið fyrir miklu áreiti og kallaður öllum illum nöfnum. 27. mars 2018 15:36
Hugleikur má ekki selja Víkingaklappsboli því „HÚ-ið“ er skráð vörumerki Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. 23. mars 2018 12:50