Viðskipti innlent

Icelandair óstundvísast á styttri leiðum í Bretlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Icelandair stóð sig verst á styttri flugleiðum frá Bretlandi í fyrra.
Icelandair stóð sig verst á styttri flugleiðum frá Bretlandi í fyrra. Vísir/Vilhelm

Stundvísi flugferða Icelandair frá Bretlandseyjum hefur versnað hratt á síðastliðnu ári, ef marka má úttekt bresku neytendasamtakana.

Á tímabilinu júní 2017 fram í júní 2018 seinkaði 1,7 prósent flugferða félagsins um meira en þrjár klukkustundir, á leiðum sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Að sögn neytendasamtakanna hefur þetta hlutfall hækkað um 350 prósent hjá Icelandair frá sama tímabili árinu áður. Aukningin varð til þess að ekkert flugfélag á síðasta ári var hlutfallslega óstundvísara í styttri flugferðum frá Bretlandseyjum en Icelandair.

Neytendasamtökin litu aðeins á ferðir sem seinkaði um meira en þrjár klukkustundir og skiptu þau flugferðum frá Bretlandseyjum í þrjá flokka; flug sem eru lengri en 3500 kílómetrar, flug á bilinu 1500 til 3500 kílómetrar og svo flug sem eru styttri en 1500 kílómetrar.

Sem fyrr segir stendur Icelandair sig verst í síðastnefnda flokknum, seinkunarhlutfall félagsins var 1,7%. Næst á eftir kom Aurigny Air með 1,6% seinkunarhlutfall og TUI Airways með 1,4%.

Á leiðum sem eru á bilinu 1500 til 3500 kílómetra langar stóðu Thomas Cook Airlines, TUI Airways og Saudi Arabian Airlines sig verst - öll með rúmlega 1% seinkunarhlutfall.

Á lengstu leiðunum stóð Norwegian Airlines sig áberandi verst. Alls seinkaði 2,4% ferða félagsins um meira en þrjár klukkustundir í fyrra. Þar á eftir kom Thomas Cook með 1,8% og TUI með 1,6%.

Úttekt neytendasamtakanna leiðir einnig í ljós að alls seinkaði flugferðum 1,3 milljóna farþega í landinu í fyrra um meira en þrár klukkustundir. Lággjaldaflugfélögin Easyjet og Ryanair, auk Britsh Airways, bera ábyrgð á flestum seinkunum í Bretlandi á síðasta ári - en í ljósi þessu hversu stórtæk þau eru var seinkunarhlutfall þeirra nokkuð nálægt meðaltalinu, sem er 0,7%.
 

Hér má sjá frammistöðu Icelandair á flugleiðum sem eru styttri en 1500 kílómetrar.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.