Golf

Rose fjórði Englendingurinn sem nær á toppinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rose á ferðinni í gær.
Rose á ferðinni í gær. vísir/getty

Englendingurinn Justin Rose komst í gær á topp heimslistans í golfi. Þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem Rose nær þessum merka áfanga.

Rose varð annar á BMW-meistaramótinu í Philadelphia í gær og það dugði til að skjóta honum í toppsætið.

Þessi 38 ára Ólympíumeistari skaust úr fjórða sætinu og á toppinn þar sem Dustin Johnson hefur setið í makindum síðustu misseri.

„Þarna er æskudraumur að rætast. Ég er ótrúlega stoltur af þessu. Ég er búinn að spila jafnt golf síðasta árið og það er að skila mér á toppinn,“ sagði Rose glaður í bragði.

Hann er fjórði Englendingurinn sem nær toppi heimslistans. Hinir eru Sir Nick Faldo, Lee Westwood og Luke Donald.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.