Að stýra ferðaþjónustulandi Jóhannes Þór Skúlason skrifar 12. september 2018 07:00 Við upphaf þings að hausti gefst gott færi á að horfa yfir stöðu efnahagsmála í heild. Við lestur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2019, sem fjármálaráðherra kynnti í gærmorgun, leynir sér ekki að staða ríkissjóðs hefur farið batnandi ár frá ári. Svo rammt kveður að því að sérstaklega er tiltekið í fréttatilkynningu ráðuneytisins að staða efnahagsmála sé góð. Á sama tíma og fjármálaráðherra kynnti fjárlög í gær talaði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi hjá SAF, sem sjónvarpað var beint á vefnum. Meðal þess sem kom fram hjá Gylfa var sú staðreynd að í fyrsta sinn í sögunni hefur vöru- og þjónustujöfnuður þjóðarbúsins gagnvart öðrum ríkjum nú verið jákvæður um margra ára skeið. Það þýðir að þjóðhagslegur sparnaður á Íslandi hefur náð áður óþekktum hæðum. Gylfi orðaði það þannig að í raun væri komið upp þýskt ástand á Íslandi, nokkuð sem aldrei hefði sést áður. Virði ferðaþjónustunnar gríðarlegt Ástæðan fyrir þessum viðvarandi þjóðhagslega sparnaði, því að Ísland líkist frekar Þýskalandi en Grikklandi þegar að þessum efnahagstölum kemur, er fyrst og fremst vöxtur ferðaþjónustunnar sem burðaratvinnugreinar í landinu. Áratugum saman var ein af möntrunum í íslensku efnahagslífi að það þyrfti meiri fjölbreytni í grunnatvinnuvegi landsins. Fleiri leiðir til að búa til gjaldeyri. Sá draumur virtist stundum fjarlægur, en ekki lengur. Auðvitað er vöxtur ferðaþjónustunnar afsprengi margra samtvinnaðra þátta, en niðurstaðan er sú að orðin er til ný grundvallaratvinnugrein á Íslandi sem dælir meiri gjaldeyri inn í þjóðarbúið en sjávarútvegur og álframleiðsla samanlagt. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var. Grundvallarbreyting sem drífur áfram margs konar jákvæðar breytingar á efnahagslífi landsins. Ýmis einföld dæmi má setja fram til að sýna fram á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið með beinum tölum. Eitt slíkt dæmi er sú staðreynd að beinar nettótekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu árið 2017 námu um 60 milljörðum króna – sem jafngildir um það bil því að ferðaþjónustan hafi lagt til öll fjárframlög ríkisins til Landspítalans það ár. En hvort sem litið er á beinar tölulegar staðreyndir eða efnahagsþróun er morgunljóst að virði ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt efnahagslíf og þjóðina í heild er orðið gríðarlegt. Ekki þarf að líta lengra en til fjárlagafrumvarpsins sem kynnt var í gærmorgun til að lesa það svart á hvítu. Engum sem fylgist með fréttum dylst að undanfarna mánuði hefur hægt verulega á vexti ferðaþjónustunnar. Fjölmargar fréttir hafa t.d. verið fluttar af minnkandi fjöldatölum. En hausatalning segir ekki alla söguna. Kostnaðarhækkanir, m.a. vegna gengis- og launaþróunar, hafa stórlækkað framleiðni fyrirtækjanna, auk þess sem samsetning ferðamannahópsins og ferðahegðun er að breytast. Mikill samdráttur hefur orðið á kjarnamörkuðum Íslands í Mið-Evrópu og það er áminning fyrir stjórnvöld um að ferðaþjónustan er næm fyrir breytingum. Hún er atvinnugrein sem er viðkvæm fyrir áföllum. Jafnvel áform um virðisaukaskattshækkun, sem mörgum þóttu einföld, ollu mikilli óvissu um verð vorið 2017 – einmitt þegar ferðamenn voru að velta fyrir sér kaupum á sumarfríi til Íslands, eða eitthvað annað, sumarið 2018. Niðurstaðan sést í fjöldatölum sumarsins. Og þegar slíkir „smámunir“ hafa bein áhrif í harðri alþjóðlegri samkeppni getur hver ímyndað sér hvaða áhrif stærri áföll geta haft á greinina og víðtæka virðiskeðju hennar. Áræðni til að tryggja lífskjör Engum getur dulist að gildi ferðaþjónustunnar fyrir atvinnulíf og efnahag Íslands er slíkt að til að verja eða bæta lífskjör landsmanna verða stjórnmálamenn að vera tilbúnir að taka áræðnar og jafnvel óhefðbundnar ákvarðanir til að styrkja ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn, sem nú rýna í stöðu efnahagsmála við upphaf þings, verða að hafa það í huga við áætlanagerð, bæði gagnvart fyrirsjáanlegri framtíð og ekki síður gagnvart hinu óvænta, að þeir stýra landi sem er farið að byggja lífsgæði íbúanna á fleiru en fiski og áli. Þeir stýra ferðaþjónustulandinu Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Við upphaf þings að hausti gefst gott færi á að horfa yfir stöðu efnahagsmála í heild. Við lestur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2019, sem fjármálaráðherra kynnti í gærmorgun, leynir sér ekki að staða ríkissjóðs hefur farið batnandi ár frá ári. Svo rammt kveður að því að sérstaklega er tiltekið í fréttatilkynningu ráðuneytisins að staða efnahagsmála sé góð. Á sama tíma og fjármálaráðherra kynnti fjárlög í gær talaði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi hjá SAF, sem sjónvarpað var beint á vefnum. Meðal þess sem kom fram hjá Gylfa var sú staðreynd að í fyrsta sinn í sögunni hefur vöru- og þjónustujöfnuður þjóðarbúsins gagnvart öðrum ríkjum nú verið jákvæður um margra ára skeið. Það þýðir að þjóðhagslegur sparnaður á Íslandi hefur náð áður óþekktum hæðum. Gylfi orðaði það þannig að í raun væri komið upp þýskt ástand á Íslandi, nokkuð sem aldrei hefði sést áður. Virði ferðaþjónustunnar gríðarlegt Ástæðan fyrir þessum viðvarandi þjóðhagslega sparnaði, því að Ísland líkist frekar Þýskalandi en Grikklandi þegar að þessum efnahagstölum kemur, er fyrst og fremst vöxtur ferðaþjónustunnar sem burðaratvinnugreinar í landinu. Áratugum saman var ein af möntrunum í íslensku efnahagslífi að það þyrfti meiri fjölbreytni í grunnatvinnuvegi landsins. Fleiri leiðir til að búa til gjaldeyri. Sá draumur virtist stundum fjarlægur, en ekki lengur. Auðvitað er vöxtur ferðaþjónustunnar afsprengi margra samtvinnaðra þátta, en niðurstaðan er sú að orðin er til ný grundvallaratvinnugrein á Íslandi sem dælir meiri gjaldeyri inn í þjóðarbúið en sjávarútvegur og álframleiðsla samanlagt. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var. Grundvallarbreyting sem drífur áfram margs konar jákvæðar breytingar á efnahagslífi landsins. Ýmis einföld dæmi má setja fram til að sýna fram á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið með beinum tölum. Eitt slíkt dæmi er sú staðreynd að beinar nettótekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu árið 2017 námu um 60 milljörðum króna – sem jafngildir um það bil því að ferðaþjónustan hafi lagt til öll fjárframlög ríkisins til Landspítalans það ár. En hvort sem litið er á beinar tölulegar staðreyndir eða efnahagsþróun er morgunljóst að virði ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt efnahagslíf og þjóðina í heild er orðið gríðarlegt. Ekki þarf að líta lengra en til fjárlagafrumvarpsins sem kynnt var í gærmorgun til að lesa það svart á hvítu. Engum sem fylgist með fréttum dylst að undanfarna mánuði hefur hægt verulega á vexti ferðaþjónustunnar. Fjölmargar fréttir hafa t.d. verið fluttar af minnkandi fjöldatölum. En hausatalning segir ekki alla söguna. Kostnaðarhækkanir, m.a. vegna gengis- og launaþróunar, hafa stórlækkað framleiðni fyrirtækjanna, auk þess sem samsetning ferðamannahópsins og ferðahegðun er að breytast. Mikill samdráttur hefur orðið á kjarnamörkuðum Íslands í Mið-Evrópu og það er áminning fyrir stjórnvöld um að ferðaþjónustan er næm fyrir breytingum. Hún er atvinnugrein sem er viðkvæm fyrir áföllum. Jafnvel áform um virðisaukaskattshækkun, sem mörgum þóttu einföld, ollu mikilli óvissu um verð vorið 2017 – einmitt þegar ferðamenn voru að velta fyrir sér kaupum á sumarfríi til Íslands, eða eitthvað annað, sumarið 2018. Niðurstaðan sést í fjöldatölum sumarsins. Og þegar slíkir „smámunir“ hafa bein áhrif í harðri alþjóðlegri samkeppni getur hver ímyndað sér hvaða áhrif stærri áföll geta haft á greinina og víðtæka virðiskeðju hennar. Áræðni til að tryggja lífskjör Engum getur dulist að gildi ferðaþjónustunnar fyrir atvinnulíf og efnahag Íslands er slíkt að til að verja eða bæta lífskjör landsmanna verða stjórnmálamenn að vera tilbúnir að taka áræðnar og jafnvel óhefðbundnar ákvarðanir til að styrkja ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn, sem nú rýna í stöðu efnahagsmála við upphaf þings, verða að hafa það í huga við áætlanagerð, bæði gagnvart fyrirsjáanlegri framtíð og ekki síður gagnvart hinu óvænta, að þeir stýra landi sem er farið að byggja lífsgæði íbúanna á fleiru en fiski og áli. Þeir stýra ferðaþjónustulandinu Íslandi.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar