Lof mér að falla Hörður Ægisson skrifar 14. september 2018 07:00 Tvær tilfinningar ráða jafnan för á fjármálamarkaði. Græðgi og ótti. Við höfum orðið vitni að hvoru tveggja að undanförnu. Allt útlit er fyrir að á því verði framhald í skugga óvissu um stöðu og horfur á flugmarkaði. Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn síðustu daga, ekki hvað síst í tengslum við fréttir af yfirstandandi skuldabréfaútboði WOW air, og þá hefur gengi krónunnar gagnvart evru lækkað um fimm prósent frá mánaðamótum. Sú gengisveiking kann þó að ganga til baka núna þegar Skúla Mogensen, forstjóra og eina hluthafa WOW air, virðist vera að takast – þvert á væntingar margra fyrr í vikunni – að tryggja langtímafjármögnun flugfélagsins. Sá áfangi, sem allir hljóta að fagna, ætti að róa taugar fjárfesta en kastljós þeirra gæti þá hins vegar þess í stað enn á ný beinst að Icelandair. Hvernig sem fer þá er líklega erfiður vetur í vændum. Fáum hefur dulist að gengi krónunnar hefur um langt skeið verið afar sterkt á alla hefðbundna mælikvarða. Fyrir því eru eðlilegar ástæður sem endurspegla undirliggjandi efnahagsaðstæður. Ævintýralegur vöxtur í ferðaþjónustu, sem hefur fylgt mikið gjaldeyrisinnstreymi, hefur átt sinn þátt í því að ýta undir þá gengisstyrkingu en meira kemur samt til. Gríðarmikill afgangur á fjármagnsjöfnuði frá árinu 2015 hefur ekki síður skipt máli. Þar spila meðal annars inn í fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum, hækkandi lánshæfismat ríkissjóðs sem hefur ýtt undir erlendar lántökur banka og fyrirtækja og einnig áður óþekktur áhugi alþjóðlegra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum. Það var samt aðeins tímaspursmál hvenær sterkt gengi krónunnar, sem hefur verið til þess fallið að viðhalda meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, myndi fara að hægja á hinum ósjálfbæra vexti í ferðaþjónustu. Sú þróun, sem hófst fyrir nokkrum misserum, hefur aftur ýtt undir væntingar fjárfesta um að krónan kunni að vera undir þrýstingi á næstunni. Sú skoðun þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess, samhliða óvissu um horfur í ferðaþjónustu hér á landi, að lífeyrissjóðirnir eru í stórauknum mæli að fjárfesta erlendis, viðskiptaafgangurinn er að minnka hröðum skrefum en fjármagnsinnflæði í skráð hlutabréf og skuldabréf er á sama tíma að dragast verulega saman á milli ára. Þrátt fyrir nokkurra prósenta lækkun á gengi krónunnar á síðustu tveimur vikum, sem verður seint skilgreint sem einhvers konar gengisfall, þá er hún engu að síður um fimmtán prósentum sterkari en fyrir aðeins þremur árum. Kaupmáttur Íslendinga, mældur í erlendri mynt, hefur þannig sjaldnast verið meiri og Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Hin hliðin á þeim peningi, sem er síður æskileg, er þverrandi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs enda hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað margfalt meira hérlendis en í samanburði við okkar helstu samkeppnisríki á aðeins örfáum árum. Sú staða hefur þrengt verulega að rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnuvega landsins, meðal annars flugfélaganna. Fari svo að krónan gefi eitthvað eftir á komandi misserum, sem margt bendir til, þá væri það tæpast einhver heimsendir heldur mögulega eftirsóknarverð þróun og til þess fallin að treysta stöðugleika í hagkerfinu til lengri tíma litið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Tvær tilfinningar ráða jafnan för á fjármálamarkaði. Græðgi og ótti. Við höfum orðið vitni að hvoru tveggja að undanförnu. Allt útlit er fyrir að á því verði framhald í skugga óvissu um stöðu og horfur á flugmarkaði. Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn síðustu daga, ekki hvað síst í tengslum við fréttir af yfirstandandi skuldabréfaútboði WOW air, og þá hefur gengi krónunnar gagnvart evru lækkað um fimm prósent frá mánaðamótum. Sú gengisveiking kann þó að ganga til baka núna þegar Skúla Mogensen, forstjóra og eina hluthafa WOW air, virðist vera að takast – þvert á væntingar margra fyrr í vikunni – að tryggja langtímafjármögnun flugfélagsins. Sá áfangi, sem allir hljóta að fagna, ætti að róa taugar fjárfesta en kastljós þeirra gæti þá hins vegar þess í stað enn á ný beinst að Icelandair. Hvernig sem fer þá er líklega erfiður vetur í vændum. Fáum hefur dulist að gengi krónunnar hefur um langt skeið verið afar sterkt á alla hefðbundna mælikvarða. Fyrir því eru eðlilegar ástæður sem endurspegla undirliggjandi efnahagsaðstæður. Ævintýralegur vöxtur í ferðaþjónustu, sem hefur fylgt mikið gjaldeyrisinnstreymi, hefur átt sinn þátt í því að ýta undir þá gengisstyrkingu en meira kemur samt til. Gríðarmikill afgangur á fjármagnsjöfnuði frá árinu 2015 hefur ekki síður skipt máli. Þar spila meðal annars inn í fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum, hækkandi lánshæfismat ríkissjóðs sem hefur ýtt undir erlendar lántökur banka og fyrirtækja og einnig áður óþekktur áhugi alþjóðlegra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum. Það var samt aðeins tímaspursmál hvenær sterkt gengi krónunnar, sem hefur verið til þess fallið að viðhalda meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, myndi fara að hægja á hinum ósjálfbæra vexti í ferðaþjónustu. Sú þróun, sem hófst fyrir nokkrum misserum, hefur aftur ýtt undir væntingar fjárfesta um að krónan kunni að vera undir þrýstingi á næstunni. Sú skoðun þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess, samhliða óvissu um horfur í ferðaþjónustu hér á landi, að lífeyrissjóðirnir eru í stórauknum mæli að fjárfesta erlendis, viðskiptaafgangurinn er að minnka hröðum skrefum en fjármagnsinnflæði í skráð hlutabréf og skuldabréf er á sama tíma að dragast verulega saman á milli ára. Þrátt fyrir nokkurra prósenta lækkun á gengi krónunnar á síðustu tveimur vikum, sem verður seint skilgreint sem einhvers konar gengisfall, þá er hún engu að síður um fimmtán prósentum sterkari en fyrir aðeins þremur árum. Kaupmáttur Íslendinga, mældur í erlendri mynt, hefur þannig sjaldnast verið meiri og Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Hin hliðin á þeim peningi, sem er síður æskileg, er þverrandi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs enda hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað margfalt meira hérlendis en í samanburði við okkar helstu samkeppnisríki á aðeins örfáum árum. Sú staða hefur þrengt verulega að rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnuvega landsins, meðal annars flugfélaganna. Fari svo að krónan gefi eitthvað eftir á komandi misserum, sem margt bendir til, þá væri það tæpast einhver heimsendir heldur mögulega eftirsóknarverð þróun og til þess fallin að treysta stöðugleika í hagkerfinu til lengri tíma litið.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun