Körfubolti

Strákarnir okkar lentu í hremmingum á leiðinni til Portúgals

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir virðast klárir í slaginn.
Strákarnir virðast klárir í slaginn. vísir/getty

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lenti heldur betur í hremmingum á leið sinni til Portúgals þar sem liðið spilar í forkeppni EM 2021 á sunnudaginn.
 
Liðið hélt út í morgun og átti að millilenda í London og taka svo flug áfram til Portúgals en liðið spilar í borginni Sines á sunnudagskvöldið.
 
Töf var hins vegar á brottför landsliðsins frá Íslandi í morgun svo þegar komið var til London missti liðið af tengiflugi sínu. Þá voru góð ráð dýr og hringt í samstarfsaðila KSÍ, Icelandair.
 
Icelandair brugðust hins vegar fljótt við og liðið lenti því í Portúgal kukkan 21.30 að staðartíma. Frá flugvellinum tekur rúmlega klukkustund að komast á hótelið.
 
Þetta er fyrsti leikur Íslands í riðlinum en Portúgalar töpuðu fyrir Belgíu á heimavelli fyrr í vikunni. Ísland spilar svo við Belgíu á útivelli í næsta landsliðsglugga, sem er í nóvember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.