Körfubolti

Strákarnir okkar lentu í hremmingum á leiðinni til Portúgals

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir virðast klárir í slaginn.
Strákarnir virðast klárir í slaginn. vísir/getty
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lenti heldur betur í hremmingum á leið sinni til Portúgals þar sem liðið spilar í forkeppni EM 2021 á sunnudaginn.

 

Liðið hélt út í morgun og átti að millilenda í London og taka svo flug áfram til Portúgals en liðið spilar í borginni Sines á sunnudagskvöldið.

 

Töf var hins vegar á brottför landsliðsins frá Íslandi í morgun svo þegar komið var til London missti liðið af tengiflugi sínu. Þá voru góð ráð dýr og hringt í samstarfsaðila KSÍ, Icelandair.

 

Icelandair brugðust hins vegar fljótt við og liðið lenti því í Portúgal kukkan 21.30 að staðartíma. Frá flugvellinum tekur rúmlega klukkustund að komast á hótelið.

 

Þetta er fyrsti leikur Íslands í riðlinum en Portúgalar töpuðu fyrir Belgíu á heimavelli fyrr í vikunni. Ísland spilar svo við Belgíu á útivelli í næsta landsliðsglugga, sem er í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×