Uppgjör eftir Singapúr: Snilld Hamilton í tímatökunni skilaði gulli Bragi Þórðarson skrifar 18. september 2018 07:00 Hamilton fagnar sigrinum um helgina. vísir/getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í 15. umferðinni í Formúlu 1 sem fór fram í Singapúr um helgina. Segja má að Bretinn hafi unnið keppnina strax í tímatökunum á laugardeginum er honum tókst á snilldarlegan hátt að koma Mercedes bíl sínum á ráspól. Marina Bay brautin í Singapúr hefur alltaf reynst Mercedes liðinu erfið. Í fyrstu æfingum voru bæði Ferrari og Red Bull bílarnir hraðari og leit allt út fyrir að Sebastian Vettel gæti minnkað forskot Hamilton í stigakeppninni verulega. Í tímatökunum fór Bretinn þó í algjöran ham og bætti sinn besta tíma á brautinni um rúmlega sekúndu. Verstappen hjá Red Bull varð annar á laugardeginum og Vettel varð að sætta sig við þriðja besta tímann. „Þetta var án efa einn besti hringur sem ég hef ekið,” sagði Hamilton eftir tímatökurnar. Bretinn fór vel af stað í kappakstrinum og leiddi alla keppnina. Lítið gerðist í kappakstrinum og kláruðu þessir þrír efstu á sama stað og þeir ræstu. Hamilton jók því forskot sitt úr 30 stigum í 40, á braut sem að Ferrari áttu að hafa yfirhöndina á. Valtteri Bottas á Mercedes kom heim fjórði á undan Ferrari bíl Kimi Raikkonen og hefur Mercedes því aukið forskot sitt verulega í keppni bílasmiða. Nú þegar sex keppnir eru eftir er ljóst að Sebastian Vettel og Ferrari verða að helst að vinna þær allar ef þeir ætla að hindra Hamilton. Bæði Vettel og Hamilton eru að berjast um sinn fimmta heimsmeistaratitil og má því með sanni seigja að sá er vinnur verður besti ökumaður þessarar kynslóðar. Formúla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í 15. umferðinni í Formúlu 1 sem fór fram í Singapúr um helgina. Segja má að Bretinn hafi unnið keppnina strax í tímatökunum á laugardeginum er honum tókst á snilldarlegan hátt að koma Mercedes bíl sínum á ráspól. Marina Bay brautin í Singapúr hefur alltaf reynst Mercedes liðinu erfið. Í fyrstu æfingum voru bæði Ferrari og Red Bull bílarnir hraðari og leit allt út fyrir að Sebastian Vettel gæti minnkað forskot Hamilton í stigakeppninni verulega. Í tímatökunum fór Bretinn þó í algjöran ham og bætti sinn besta tíma á brautinni um rúmlega sekúndu. Verstappen hjá Red Bull varð annar á laugardeginum og Vettel varð að sætta sig við þriðja besta tímann. „Þetta var án efa einn besti hringur sem ég hef ekið,” sagði Hamilton eftir tímatökurnar. Bretinn fór vel af stað í kappakstrinum og leiddi alla keppnina. Lítið gerðist í kappakstrinum og kláruðu þessir þrír efstu á sama stað og þeir ræstu. Hamilton jók því forskot sitt úr 30 stigum í 40, á braut sem að Ferrari áttu að hafa yfirhöndina á. Valtteri Bottas á Mercedes kom heim fjórði á undan Ferrari bíl Kimi Raikkonen og hefur Mercedes því aukið forskot sitt verulega í keppni bílasmiða. Nú þegar sex keppnir eru eftir er ljóst að Sebastian Vettel og Ferrari verða að helst að vinna þær allar ef þeir ætla að hindra Hamilton. Bæði Vettel og Hamilton eru að berjast um sinn fimmta heimsmeistaratitil og má því með sanni seigja að sá er vinnur verður besti ökumaður þessarar kynslóðar.
Formúla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira