Tólfti mánuðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 3. september 2018 07:00 Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. Það sama gildir um þann kostnað sem einstaklingar taka á sig til að afla sér menntunar en hann getur verið umtalsverður. Fæstir háskólanemar eru í þeirri stöðu að hafa fjárhagslega bakhjarla sem kosta þá til náms og greiða framfærslu þeirra á námstímanum og fjármagna því framfærslu sína með lántöku. Námslán eru verðtryggð og bera 1% vexti. Fólk sem fer í langt nám skuldar oft margar milljónir í námslán þegar það útskrifast. Þegar námi lýkur þarf það að greiða tæplega 4% af tekjum sínum í afborganir af lánunum (þau sem tóku lán fyrir árið 2005 greiða tæplega 5%). Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári í afborganir af námslánum. Það reynist mörgum þung byrði. Opinberar tölur sýna að hvergi í Evrópu er ávinningur einstaklinga af háskólanámi minni en hér á landi. Vissulega er það svo að laun háskólafólks eru að meðaltali hærri en þeirra sem hafa minni menntun. En meðaltöl segja ekki allt. Þegar tekjur þessara hópa eru bornar saman þarf að hafa í huga að háskólafólk fær í raun bara greidd laun ellefu mánuði á ári. Á næsta ári losna kjarasamningar þorra stéttarfélaga innan BHM. Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að liðka fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Eitt af því sem ríkisvaldið getur gert til að greiða fyrir samningum við háskólamenntað fólk er að breyta reglum þannig að árlegar afborganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem myndar andlag við útreikning bóta í almannatryggingakerfinu, s.s. barnabóta og vaxtabóta. Með þessu væru stjórnvöld að sýna í verki að þau vilji að fólk afli sér menntunar og stuðli þannig að hagsæld og góðum lífskjörum í landinu til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. Það sama gildir um þann kostnað sem einstaklingar taka á sig til að afla sér menntunar en hann getur verið umtalsverður. Fæstir háskólanemar eru í þeirri stöðu að hafa fjárhagslega bakhjarla sem kosta þá til náms og greiða framfærslu þeirra á námstímanum og fjármagna því framfærslu sína með lántöku. Námslán eru verðtryggð og bera 1% vexti. Fólk sem fer í langt nám skuldar oft margar milljónir í námslán þegar það útskrifast. Þegar námi lýkur þarf það að greiða tæplega 4% af tekjum sínum í afborganir af lánunum (þau sem tóku lán fyrir árið 2005 greiða tæplega 5%). Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári í afborganir af námslánum. Það reynist mörgum þung byrði. Opinberar tölur sýna að hvergi í Evrópu er ávinningur einstaklinga af háskólanámi minni en hér á landi. Vissulega er það svo að laun háskólafólks eru að meðaltali hærri en þeirra sem hafa minni menntun. En meðaltöl segja ekki allt. Þegar tekjur þessara hópa eru bornar saman þarf að hafa í huga að háskólafólk fær í raun bara greidd laun ellefu mánuði á ári. Á næsta ári losna kjarasamningar þorra stéttarfélaga innan BHM. Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að liðka fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Eitt af því sem ríkisvaldið getur gert til að greiða fyrir samningum við háskólamenntað fólk er að breyta reglum þannig að árlegar afborganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem myndar andlag við útreikning bóta í almannatryggingakerfinu, s.s. barnabóta og vaxtabóta. Með þessu væru stjórnvöld að sýna í verki að þau vilji að fólk afli sér menntunar og stuðli þannig að hagsæld og góðum lífskjörum í landinu til framtíðar.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar