Golf

Thomas Bjorn búinn að velja Ryder-lið Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ian Poulter með Ryder-bikarinn þegar Evrópa vann hann síðast árið 2014.
Ian Poulter með Ryder-bikarinn þegar Evrópa vann hann síðast árið 2014. Vísir/Getty

Thomas Bjorn, fyrirliði Evrópuúrvalsliðsins, í Ryderbikarnum hefur valið fjóra síðustu kylfingana í liðið sitt.

Ryder-bikarinn fer fram á Le Golf National golfvellinum í París og hefst 28. september næstkomandi. Bandaríska liðið á titil að verja.

Thomas Bjorn valdi Ian Poulter, Sergio Garcia, Paul Casey og Henrik Stenson í liðið.Áður höfðu þeir Francesco Molinari, Justin Rose, Tyrrell Hatton, Tommy Fleetwood, Jon Rahm, Rory McIlroy, Alex Noren and Thorbjorn Olesen allir unnið sér sæti í liðinu með góðum árangri á mótum tímabilsins.

Ian Poulter er mikill reynslubolti í Ryder-bikarnum en hann hefur hjálpað Evrópuúrvalinu að vinna fjkórum sinnum. Hann var ekki með árið 2016 vegna meiðsla þegar Bandaríkjamenn unnu 17-11.

Bandaríska liðið hefur ekki unnið í Ryder-bikarinn í Evrópu síðan árið 1993.

Bandaríska liðið varð gert opinbert í gær en fyrirliðinn Jim Furyk tók þá Tiger Woods, Phil Mickelson og Bryson DeChambeau inn í liðið sitt. Áður höfðu Brooks Koepka, Dustin Johnson, Justin Thomas, Patrick Reed, Bubba Watson, Jordan Spieth, Rickie Fowler og Webb Simpson spilaði sig inn í liðið.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.