Viðskipti innlent

Fjórðungi minni hagnaður hjá Keahótelum

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
EBITA-hagnaður félagsins dróst jafnframt saman, eða um 32 prósent. Hann nam 587 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 868 milljónir árið 2016.
EBITA-hagnaður félagsins dróst jafnframt saman, eða um 32 prósent. Hann nam 587 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 868 milljónir árið 2016. Fréttablaðið/Ernir

Hagnaður Keahótela á árinu 2017 nam 539 milljónum króna og dróst saman um tæpan fjórðung á milli ára. EBITA-hagnaður félagsins dróst jafnframt saman, eða um 32 prósent. Hann nam 587 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 868 milljónir árið 2016.

Rekstrartekjur námu 3.090 milljónum króna og drógust saman um 1,4 prósent á milli ára samhliða 6,7 prósenta aukningu annars rekstrarkostnaðar og 9,5 prósenta aukningu launakostnaðar.

Keahótel rekur hótelin Apótek, Borg, Exeter, Skugga og Storm í Reykjavík, hótelið Gíg að Mývatni og hótelin Norðurland og Kea á Akureyri. Fyrir rúmu ári var Keahótel keypt af félaginu K Acquisiti­ons en að baki því standa JL Properties, með 25 prósenta hlut, Pt Capital Advisors með 50 prósenta hlut og Trölla­hvönn með 25 prósenta hlut.

Eignir félagsins nema 971 milljón króna, bókfært eigið fé í árslok var 548 milljónir og eiginfjárhlutfall félagsins var 56,4 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,82
16
165.445
MARL
1,53
19
839.859
FESTI
1,29
8
129.673
REGINN
0,97
6
42.187
REITIR
0,91
13
330.968

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,99
5
41.060
VIS
-1,26
2
61.531
SJOVA
-0,85
4
78.408
GRND
-0,84
3
1.237
TM
-0,76
3
28.240
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.