Handbolti

Seinni bylgjan: Hvernig getur hornamaður verið leikbreytir?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hmmm. Getur hornamaður verið leikbreytir?
Hmmm. Getur hornamaður verið leikbreytir?

Sérfræðingarnir tókust á um ýmislegt í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar í gær og Logi Geirsson skildi ekkert í því hvernig hægt væri að velja hornamann sem leikbreyti.

„Hvernig getur hornamaður verið leikbreytir?“ spurði furðu lostinn Logi Geirsson er félagar hans völdu hornamanninn efnilega Dag Gautason sem leikbreyti KA-liðsins. Leikmann sem getur breytt leikjum.

„Ég skal gefa þér góð rök við því,“ sagði Sebastian Alexandersson um hæl við Loga. „Guðjón Valur fór norður í KA og breytti liðinu. Guðjón Valur var 18 ára eins og þessi.“

Logi tók þessum rökum ágætlega en strákarnir spá því að þessi strákur muni raða inn mörkum úr hraðaupphlaupum.

Sjá má innslagið hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.