Enski boltinn

Zidane tilbúinn með leikmannalista ef hann tekur við Man Utd

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Zidane er tilbúinn að taka við Manchester United ef þess þarf
Zidane er tilbúinn að taka við Manchester United ef þess þarf Vísir/Getty

Zinedine Zidane, fyrrum þjálfari Real Madrid er búinn að gera leikmannalista yfir þá leikmenn sem hann ætlar að fá til Manchester United, fái hann starfið þar ef Jose Mourinho verður rekinn.

Frakkinn á að hafa sagt við vini sína að hann á von á símtali frá Manchester United ef ástandið versnar með Jose Mourinho, stjóra liðsins.

Gengi Manchester United hefur ekki verið gott það sem af er tímabili en liðið hefur tapað tveimur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.

Margir stuðningsmenn vilja jafnvel sjá Mourinho fara frá félaginu.

Zidane veit af stöðunni hjá Manchester United og er byrjaður að undirbúa sig ef Mourinho verður rekinn.

Hann er búinn að búa til lista yfir þá leikmenn sem hann vill fá til félagsins en það eru þeir Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, Thiago Alcantara hjá Bayern Munchen, James Rodriguez lánsmann Bayern frá Real Madrid og Edinson Cavani, framherja PSG.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.