Uppselt á Opna breska risamótið í golfi 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 16:00 Rory McIlroy. Vísir/Getty Það eru ennþá ellefu mánuðir í Opna breska meistaramótið í golfi en ef þú ætlar að fá miða þá varstu of seinn. Opna breska meistaramótið fer fram 14. til 17. júlí 2019 og það er uppselt á mótið. Það er ekki einu sinni hægt að fá barnamiða lengur. BBC segir frá. Mótið fer fram á Royal Portrush en þetta er í fyrsta sinn síðan 1951 þar sem Opna breska meistaramótið fer fram í Norður Írlandi.Tickets have already sold out for next year’s Open Championship – 11 months before it takes place. Readhttps://t.co/smhAoEdmQJpic.twitter.com/UtnlYPzCYQ — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2018Áhugasamir geta reyndar ennþá fengið miða á æfingadagana fyrir mótið en allir miðar á keppnisdagana fjóra eru uppseldir. Gríðarlegur áhugi er á mótinu á Norður Írlandi en þarna gæti Norður-Írinn Rory McIlroy unnið mótið á heimavelli. McIlroy er einn besti kylfingur heims og hefur unnið fjögur risamót þar á meðal Opna breska meistaramótið árið 2014. Þegar Opna írska meistaramótið í golfi fór fram á þessum velli árið 2012, sem hluti af evrópsku mótaröðinni, þá komu 112 þúsund áhorfendur á mótið. Aldrei áður höfðu komið svo margir á mót á evrópsku mótaröðinni Mótið eftir ellefu mánuði verður 148. Opna breska meistaramótið frá upphafi en Ítalinn Francesco Molinari vann mótið í ár sem fór fram á Angus vellinum í Skotlandi 19. til 22. júlí. Ísland átti þá keppenda á Opna breska meistaramótinu í fyrsta sinn en Haraldur Franklín Magnús tryggði sér þáttökurétt þegar hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið. Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það eru ennþá ellefu mánuðir í Opna breska meistaramótið í golfi en ef þú ætlar að fá miða þá varstu of seinn. Opna breska meistaramótið fer fram 14. til 17. júlí 2019 og það er uppselt á mótið. Það er ekki einu sinni hægt að fá barnamiða lengur. BBC segir frá. Mótið fer fram á Royal Portrush en þetta er í fyrsta sinn síðan 1951 þar sem Opna breska meistaramótið fer fram í Norður Írlandi.Tickets have already sold out for next year’s Open Championship – 11 months before it takes place. Readhttps://t.co/smhAoEdmQJpic.twitter.com/UtnlYPzCYQ — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2018Áhugasamir geta reyndar ennþá fengið miða á æfingadagana fyrir mótið en allir miðar á keppnisdagana fjóra eru uppseldir. Gríðarlegur áhugi er á mótinu á Norður Írlandi en þarna gæti Norður-Írinn Rory McIlroy unnið mótið á heimavelli. McIlroy er einn besti kylfingur heims og hefur unnið fjögur risamót þar á meðal Opna breska meistaramótið árið 2014. Þegar Opna írska meistaramótið í golfi fór fram á þessum velli árið 2012, sem hluti af evrópsku mótaröðinni, þá komu 112 þúsund áhorfendur á mótið. Aldrei áður höfðu komið svo margir á mót á evrópsku mótaröðinni Mótið eftir ellefu mánuði verður 148. Opna breska meistaramótið frá upphafi en Ítalinn Francesco Molinari vann mótið í ár sem fór fram á Angus vellinum í Skotlandi 19. til 22. júlí. Ísland átti þá keppenda á Opna breska meistaramótinu í fyrsta sinn en Haraldur Franklín Magnús tryggði sér þáttökurétt þegar hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið.
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira