Uppgjör: Herforinginn Vettel nýtti hraðann á Spa Bragi Þórðarson skrifar 27. ágúst 2018 17:45 Vettel nýtti hraða Ferrari bílsins í gær Vísir/Getty Sebastian Vettel fagnaði sigri á hinni sögufrægu Spa braut í Belgíu þegar Formúla 1 fór aftur af stað eftir sumarfrí. Mikil læti voru strax í upphafi þegar þrír ökuþórar þurftu að hætta keppni eftir árekstur. Vettel ræsti annar á eftir aðal keppinaut sínum um heimsmeistaratitil ökumanna, Lewis Hamilton. Bretinn tryggði sér ráspálinn með glæsilegum akstri á Mercedes bíl sínum á blautri brautinni í tímatökunni á laugardag. Í síðustu keppnum hefur verið ljóst að Ferrari bíllinn er hraðari. Vettel glutraði niður fyrsta sætinu bæði í Ungverjalandi og Þýskalandi en náði loks að landa sigri í gær.Það átti enginn séns í Vettelvísir/gettyFerrari bíllinn í annari deild á SpaÞað tók Sebastian Vettel ekki nema 25 sekúndur að komast fram úr Hamilton í keppninni í gær. Þá nýtti Þjóðverjinn sér grip Ferrari bílsins út úr fyrstu beygju sem og yfirburða afl hans á beina kaflanum eftir fjórðu beygju. Vettel keyrði næstu 44 hringina eins og herforingi og tryggði sér sinn 52. sigur í Formúlu 1 á ferlinum. Sigurinn gerir Þjóðverjann að þriðja sigursælasta ökumanninum frá upphafi á eftir Hamilton og goðsögninni Michael Schumacher. Þrátt fyrir yfirburði Ferrari bílana um helgina náðu Mercedes að auka forskot sitt í keppni bílasmiða. Hamilton kom annar í mark og liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, varð fjórði. Kimi Raikkonen varð frá að hverfa eftir samstuð frá Daniel Ricciardo á fyrsta hring.Verstappen var vel studdur í Belgíuvísir/gettyMercedes hefur verk að vinna„Ferrari bíllinn var hraðari í dag,“ sagði Lewis Hamilton eftir kappaksturinn. Hamilton náði lítið að ógna Vettel í brautinni og þurfti að játa sig sigraðan. Það er því alveg ljóst að liðið hefur verk að vinna ætli það sér að vinna titla í ár. Mercedes hefur aðeins 15 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða og Vettel minnkaði muninn í Hamilton í 17 stig með sigrinum. Í þriðja sæti í belgíska kappakstrinum varð Max Verstappen hjá Red Bull. Þessi tvítugi ökuþór fæddist í Hollandi en er með belgískan ríkisborgararétt og má því segja að hann hafi verið á heimavelli á Spa. Stuðningurinn var eftir því og var appelsínugulur her sem fagnaði ógurlega þegar Max kom í mark í verðlaunasæti.Árekstur Alonso og Leclerc var hrikalegur á að horfavísir/gettyStór árekstur í fyrstu beygjuStrax í fyrstu beygju keppninnar varð harkalegur árekstur. Þjóðverjinn Nico Hulkenberg tókst ekki að bremsa Renault bíl sinn nægilega niður og keyrði því beint aftan á McLaren bíl Fernando Alonso. Við það klessti Alonso aftan á Sauber bíl Charles Leclerc með þeim afleiðingum að McLaren bíllinn skaust upp í loft. Bíll Alonso flaug yfir Sauber bílinn og lenti á geislaboganum sem varði höfuð Leclerc. „Þarna sannaði geislaboginn gildi sit,“ sagði Alonso eftir kappaksturinn. Boginn var tekinn í gildi fyrir þetta tímabil og var hann gagnrýndur þegar hann var fyrst tilkynntur. Fáir geta gagnrýnt tilverurétt hans í dag þar sem boginn bjargaði líklega lífi Leclerc í gær. Hulkenberg, Alonso og Leclerc þurftu allir að hætta keppni strax eftir áreksturinn á fyrsta hring. Daniel Ricciardo og Kimi Raikkonen skullu einnig saman í átökunum í þessari fyrstu beygju, þeir þurftu ekki að hætta samstundis en náðu hvorugur að klára keppni. Næsta keppni fer fram um næstu helgi á hinni mögnuðu Monza braut á Ítalíu. Þar fær Ferrari ávalt mikinn stuðning og ætlar liðið að freista þess að ná aftur forystu í keppni bílasmiða þar. Formúla Tengdar fréttir Umdeildur öryggisbúnaður bjargaði ökuþór í Belgíu Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. 27. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel fagnaði sigri á hinni sögufrægu Spa braut í Belgíu þegar Formúla 1 fór aftur af stað eftir sumarfrí. Mikil læti voru strax í upphafi þegar þrír ökuþórar þurftu að hætta keppni eftir árekstur. Vettel ræsti annar á eftir aðal keppinaut sínum um heimsmeistaratitil ökumanna, Lewis Hamilton. Bretinn tryggði sér ráspálinn með glæsilegum akstri á Mercedes bíl sínum á blautri brautinni í tímatökunni á laugardag. Í síðustu keppnum hefur verið ljóst að Ferrari bíllinn er hraðari. Vettel glutraði niður fyrsta sætinu bæði í Ungverjalandi og Þýskalandi en náði loks að landa sigri í gær.Það átti enginn séns í Vettelvísir/gettyFerrari bíllinn í annari deild á SpaÞað tók Sebastian Vettel ekki nema 25 sekúndur að komast fram úr Hamilton í keppninni í gær. Þá nýtti Þjóðverjinn sér grip Ferrari bílsins út úr fyrstu beygju sem og yfirburða afl hans á beina kaflanum eftir fjórðu beygju. Vettel keyrði næstu 44 hringina eins og herforingi og tryggði sér sinn 52. sigur í Formúlu 1 á ferlinum. Sigurinn gerir Þjóðverjann að þriðja sigursælasta ökumanninum frá upphafi á eftir Hamilton og goðsögninni Michael Schumacher. Þrátt fyrir yfirburði Ferrari bílana um helgina náðu Mercedes að auka forskot sitt í keppni bílasmiða. Hamilton kom annar í mark og liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, varð fjórði. Kimi Raikkonen varð frá að hverfa eftir samstuð frá Daniel Ricciardo á fyrsta hring.Verstappen var vel studdur í Belgíuvísir/gettyMercedes hefur verk að vinna„Ferrari bíllinn var hraðari í dag,“ sagði Lewis Hamilton eftir kappaksturinn. Hamilton náði lítið að ógna Vettel í brautinni og þurfti að játa sig sigraðan. Það er því alveg ljóst að liðið hefur verk að vinna ætli það sér að vinna titla í ár. Mercedes hefur aðeins 15 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða og Vettel minnkaði muninn í Hamilton í 17 stig með sigrinum. Í þriðja sæti í belgíska kappakstrinum varð Max Verstappen hjá Red Bull. Þessi tvítugi ökuþór fæddist í Hollandi en er með belgískan ríkisborgararétt og má því segja að hann hafi verið á heimavelli á Spa. Stuðningurinn var eftir því og var appelsínugulur her sem fagnaði ógurlega þegar Max kom í mark í verðlaunasæti.Árekstur Alonso og Leclerc var hrikalegur á að horfavísir/gettyStór árekstur í fyrstu beygjuStrax í fyrstu beygju keppninnar varð harkalegur árekstur. Þjóðverjinn Nico Hulkenberg tókst ekki að bremsa Renault bíl sinn nægilega niður og keyrði því beint aftan á McLaren bíl Fernando Alonso. Við það klessti Alonso aftan á Sauber bíl Charles Leclerc með þeim afleiðingum að McLaren bíllinn skaust upp í loft. Bíll Alonso flaug yfir Sauber bílinn og lenti á geislaboganum sem varði höfuð Leclerc. „Þarna sannaði geislaboginn gildi sit,“ sagði Alonso eftir kappaksturinn. Boginn var tekinn í gildi fyrir þetta tímabil og var hann gagnrýndur þegar hann var fyrst tilkynntur. Fáir geta gagnrýnt tilverurétt hans í dag þar sem boginn bjargaði líklega lífi Leclerc í gær. Hulkenberg, Alonso og Leclerc þurftu allir að hætta keppni strax eftir áreksturinn á fyrsta hring. Daniel Ricciardo og Kimi Raikkonen skullu einnig saman í átökunum í þessari fyrstu beygju, þeir þurftu ekki að hætta samstundis en náðu hvorugur að klára keppni. Næsta keppni fer fram um næstu helgi á hinni mögnuðu Monza braut á Ítalíu. Þar fær Ferrari ávalt mikinn stuðning og ætlar liðið að freista þess að ná aftur forystu í keppni bílasmiða þar.
Formúla Tengdar fréttir Umdeildur öryggisbúnaður bjargaði ökuþór í Belgíu Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. 27. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Umdeildur öryggisbúnaður bjargaði ökuþór í Belgíu Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. 27. ágúst 2018 06:00