Viðskipti innlent

Stekkur hagnast um 126 milljónir

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Stekkur á ríflega 53 prósenta hlut í Securitas.
Stekkur á ríflega 53 prósenta hlut í Securitas. Fréttablaðið/Anton Brink
Félag í eigu Kristins Aðalsteinssonar fjárfestis hagnaðist um tæpar 126 milljónir króna á síðasta ári, að því er fram kemur í ársreikningi Stekks fjárfestingafélags. Þyngst vó söluhagnaður hlutabréfa upp á 147 milljónir króna en hlutdeild fjárfestingafélagsins í hlutdeildarfélögum var jákvæð um 57 milljónir.

Heildareignir félagsins námu ríflega 1.204 milljónum króna í lok síðasta árs og var eigið fé þess tæpar 90 milljónir. Félag Kristins fer meðal annars með 53 prósenta hlut í Securitas og 45 prósenta hlut í Límtré Vírnet en hlutirnir voru metnir á samtals um 797 milljónir í lok síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×