Viðskipti innlent

Seldu samlokur fyrir tvo milljarða

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Alfreð Frosti Hjaltason og Arnþór Pálsson eigendur Sóma.
Alfreð Frosti Hjaltason og Arnþór Pálsson eigendur Sóma. Fréttablaðið/Valli

Hagnaður samlokufélagsins Sóma nam 199 milljónum króna á síðasta ári og jókst um ríflega 20 milljónir króna á milli ára, samkvæmt ársreikningi félagsins.

Rekstrartekjur Sóma, sem selur meðal annars tilbúnar samlokur, kjúklinga- og pastarétti og salöt, voru 2.039 milljónir króna í fyrra og jukust um 6 prósent frá fyrra ári þegar þær voru 1.923 milljónir. Rekstrargjöldin námu 1.805 milljónum króna á síðasta ári og jukust um 120 milljónir króna á milli ára en þar af hækkuðu laun og launatengd gjöld um 80 milljónir.

Um 88 manns störfuðu að meðaltali hjá Sóma í fyrra borið saman við 78 starfsmenn árið áður.

Eignir samlokufélagsins voru 936 milljónir króna í lok síðasta árs og var eigið fé þess 444 milljónir króna. kijAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
6,84
7
11.046
ICEAIR
3,1
25
830.036
EIM
1,9
9
136.109
SYN
1,85
9
131.289
SIMINN
1,81
7
296.112

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-0,23
7
347.873
SJOVA
0
8
305.217
MAREL
0
4
10.513
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.