Golf

Fyrsta milljón dollara ávísun Tigers í meira en fjögur ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Woods hafði ástæðu til að brosa í gær.
Tiger Woods hafði ástæðu til að brosa í gær. Vísir/Getty
Tiger Woods hoppar upp í 26. sæti á heimslistanum eftir árangur sinn á PGA-meistaramótinu í gær þar sem hann varð í öðru sæti.

Gríðarlegur áhugi var á PGA-risamótinu í gær enda var Tiger Woods í baráttunni um sigurinn. Mikill fjöldi fylgdi honum hvert fótspor á vellinum og rosalega margir voru að skrifa um Tiger á samfélagsmiðlum á meðan lokahringnum stóð.





Það er óhætt að segja að það fylgi því dálítið önnur stemmning þegar Tiger er með í baráttunni. Gríðarleg fagnaðrlæti voru þannig á vellinum eftir hvort gott högg.

Þessi „Happy Gilmore“ stemmning er kannski það sem koma skal á næstunni. Flestir eru nefnilega sammála um það að Tiger Woods sé kominn aftur og það er mikið gleðiefni fyrir golfheiminn.

Það var sérstaklega gaman að sjá hann fagna sínum bestu höggum þar sem leikgleðin skein úr augunum á honum.





Tiger var tveimur höggum frá því að vinna sitt fimmtánda risamót á ferlinum en hefur sjaldan verið jafnánægður með annað sætið og einmitt núna.

Annað sætið skilar honum upp í 26. sæti á heimslistanum. Tiger byrjaði árið í sæti 656 á heimslistanum og hefur því hækkað sig um 630 sæti á árinu sem er risastökk.







Tiger fékk 1.188.000 dollara í verðlaunafé eða tæpar 130 milljónir íslenska króna.

Þetta er fyrsta milljón dollara ávísun Tigers í meira en fjögur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×