Golf

Birgir Leifur byrjar vel í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. getty

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék vel á fyrsta keppnisdegi Nordea Masters mótsins sem fram fer í Gautaborg í Svíþjóð um helgina.

Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Birgir Leifur fékk fjóra fugla á fyrsta hring og lauk hringnum á 67 höggum sem er þremur höggum undir pari vallarins.

Hann er jafn í sextánda sæti ásamt nokkrum öðrum en franski kylfingurinn Clement Sordet var efstur eftir fyrsta hring á 62 höggum.

Birgir Leifur hóf annan hring fyrir tæpum klukkutíma síðan.

Skorkortið á fyrsta hringAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.