Golf

Birgir Leifur byrjar vel í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. getty
Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék vel á fyrsta keppnisdegi Nordea Masters mótsins sem fram fer í Gautaborg í Svíþjóð um helgina.

Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Birgir Leifur fékk fjóra fugla á fyrsta hring og lauk hringnum á 67 höggum sem er þremur höggum undir pari vallarins.

Hann er jafn í sextánda sæti ásamt nokkrum öðrum en franski kylfingurinn Clement Sordet var efstur eftir fyrsta hring á 62 höggum.

Birgir Leifur hóf annan hring fyrir tæpum klukkutíma síðan.

Skorkortið á fyrsta hring



Fleiri fréttir

Sjá meira


×