Viðskipti erlent

Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi

Kjartan Kjartansson skrifar
Tesla hefur átt í basli við að ná markmiðum um framleiðslu á Model 3-bifreiðinni.
Tesla hefur átt í basli við að ná markmiðum um framleiðslu á Model 3-bifreiðinni. Vísir/Getty

Rafbílaframleiðandinn Tesla tapaði 717 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs þegar fyrirtækið kepptist við að ná framleiðslumarkmiðum sínum. Þetta er mesta tap fyrirtækisins á einum ársfjórðungi til þessa.

Elon Musk, stofnandi Tesla, lagði allt kapp á að fyrirtækið næði markmiði sínu um að framleiða 5.000 eintök af Model 3-bifreiðinni í sumar. CNN-fréttastöðin segir að Tesla hafi brennt í gegnum 430 milljónir dollara af lausafé sínu á meðan á átakinu stóð.

Engu að síður eigi Tesla 2,2 milljarða dollara enn í hirslum sínum, umtalsvert meira en fjárfestar og greinendur höfðu óttast. Ýmislegt hefur gengið á hjá Tesla. Fyrirtækið hefur átt erfitt með að ná framleiðslumarkmiðum sínum og fylla pantanir. Þá hefur Musk sjálfur vakið neikvæða athygli með árásum á fjölmiðla og furðulegri uppákomu þar sem hann kallaði breskan kafara barnaníðing í tengslum við björgun ungra knattspyrnudrengja í Taílandi.

Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að eftirspurn eftir bifreiðum Tesla sé enn mikil og fyrirtækið stefni að því að framleiða allt að 55.000 Model 3-bifreiðar á þessum ársfjórðungi. Stefnan sé tekin á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,32
19
5.209
SYN
1,31
1
50
SIMINN
1,17
2
60.300
FESTI
1,17
7
232.600
EIK
0,98
2
35.908

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-1,58
4
81.500
BRIM
-0,86
2
60.300
ARION
-0,8
15
127.392
MAREL
-0,57
16
254.028
ICESEA
-0,48
1
4.532
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.