Golf

Tiger í fínum málum eftir fyrsta hring á Firestone

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tiger Woods spilaði gott golf í gær
Tiger Woods spilaði gott golf í gær vísir/getty

Englendingurinn Ian Poulter leiðir eftir fyrsta keppnisdag á Bridgestone Invitational mótinu sem fram fer á Firestone vellinum í Akron í Ohio fylki í Bandaríkjunum um helgina. Mótið er hluti af Heimsmótaröðinni og telur því bæði á stigalista PGA og Evrópumótaraðarinnar.

Poulter fór fyrsta hring á samtals átta höggum undir pari og er því einn í efsta sæti en Bandaríkjamennirnir Kyle Stanley og Rickie Fowler eru skammt undan á sjö höggum undir pari.

Goðsögnin Tiger Woods er í fínum málum eftir fyrsta hring en hann lék hringinn á fjórum höggum undir pari og er jafn í fjórtánda sæti.

Er um að ræða bestu byrjun Woods í langan tíma á PGA mótaröðinni.

Mótið heldur áfram í dag og hefst útsending á Golfstöðinni klukkan 17:30.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.