Golf

Ragnhildur best í Einvíginu á Nesinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnhildur er hér önnur frá hægri.
Ragnhildur er hér önnur frá hægri. vísir/nkgolf.is

Ragnhildur Sigurðardóttir stóð uppi sem sigurvegari í Einvíginu á Nesinu þar sem tíu öflugir kylfingar öttu kappi á Golfvelli Ness.

Mótið er góðgerðamót þar sem tíu leikmenn eru við keppni en einn dettur út á hverri holu. Á endanum stendur einn uppi sem sigurvegari og þetta árið var það Ragnhildur Sigurðardóttir.

Í öðru sæti var Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG en lokaholan var æsispennandi. Að endingu hafði Ragnhildur betur og fagnaði sigrinum.

Mótið er góðgerðamót eins og áður segir en í lok dags var Barnaspítala Hringsins afhent 500 þúsund króna ávísun frá Nesklúbbnum. Vel gert það.

Hér að neðan má sjá heildarlistann.

Úrslitin í heild sinni:
1. sæti - Ragnhildur Sigurðardóttir, GR
2. sæti - Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG
3. sæti - Rúnar Arnórsson, GK
4. sæti - Björn Óskar Guðjónsson, GM
5. sæti - Ólafur Björn Loftsson, NK
6. sæti - Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
7. sæti - Kristján Þór Einarsson, GM
8. sæti - Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS
9. sæti - Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
10. sæti - Björgvin Sigurbergsson, GKAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.