Erlent

Infowars bregst illa við banninu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Alex Jones er þekktur fyrir líflega framsögn og umdeildar skoðanir.
Alex Jones er þekktur fyrir líflega framsögn og umdeildar skoðanir. Mynd/Skjáskot

Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones og vefsíða hans, Infowars, eru ógn við áform valdaelítunnar um að stofna tjáningar­frelsislaust heimsveldi. Þetta sagði á Infowars í gær. Apple, Facebook, YouTube og fleiri tæknirisar fjarlægðu á mánudag efni Infowars af veitum sínum og bönnuðu aðgang.

„Nokkrar ástæður eru fyrir þessu stríði gegn Jones og Infowars. Ein þeirra er sú að hann fylkti ómældum fjölda „fyrirlitlegra“ (e. deplor­ables) að baki Donald Trump og hjálpaði honum þannig að vinna forsetakosningarnar,“ skrifaði Paul Joseph Watson, pistlahöfundur Infowars, og vísaði þannig til hugtaks sem mótframbjóðandinn Hillary Clinton notaði um öfgafyllstu stuðningsmenn Trumps.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.