Mitchell hafði betur gegn Larry Nance Jr., leikmanni Cleveland, en í úrslitaumferðinni fékk Mitchell 98 stig og vann að lokum með tveggja stiga mun.
Hann var einungis kallaður inn fyrir tveimur vikum vegna meiðsla Aaaron Gardon, leikmanns Orlando Magic, og það má segja að hann hafi þakkað traustað og nælt sér í gull.
„Ég vildi þetta svo mikið. Þetta er einn af mínum uppáhalds viðburðum þessa helgi og ég ólst upp við að horfa á þetta. Ekki bara að taka þátt heldur að vinna þetta. Það er ótrúlegt,” sagði Mitchell eftir keppnina.
Hér að neðan má sjá þessi geggjuðu tilþrif frá Mitchell og fleirum, en í nótt fer svo fram Stjörnuleikurinn sjálfur. Hann er að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 01.00.