Golf

Dustin Johnson langbestur á lokahringnum og tryggði sigurinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dustin Johnson
Dustin Johnson vísir/getty

Efsti kylfingur heimslistans, Dustin Johnson, reyndist hlutskarpastur á Opna kanadíska mótinu í golfi sem lauk seint í gærkvöldi eftir að hafa leikið lokahringinn á sex höggum undir pari.

Mótið er hluti af PGA mótaröðinni.

Johnson var einn af fjórum sem voru jafnir í efsta sæti fyrir lokahringinn en þessi 34 ára gamli Bandaríkjamaður spilaði best á lokahringnum og vann að lokum öruggan sigur.

Jafnir í öðru sæti urðu Suður-Kóreumennirnir Whee Kim og Byeong Hun An.

Þetta var þriðji sigur Johnson á árinu en þetta var alls hefur hann unnið 19 sinnum á PGA mótaröðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.