Golf

Curry keppir aftur í næststerkustu atvinnumannamótaröðinni í golfi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Curry þykir ágætur kylfingur
Curry þykir ágætur kylfingur vísir/getty

Steph Curry er af mörgum talinn besti körfuboltamaður heims en hann hefur farið fyrir liði Golden State Warriors sem hefur unnið NBA deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.

Engum blöðum er um það að fletta að Curry er stórkostlegur íþróttamaður en hann er ekki bara góður í körfubolta heldur þykir hann einnig fær kylfingur.

Hann mun taka þátt á Ellie Mae Classic-mótinu í næstu viku en mótið er hluti af Web.com mótaröðinni sem er næststerkasta atvinnumannamótaröð Bandaríkjanna í golfi, á eftir PGA-mótaröðinni. Þetta er annað árið í röð sem Curry tekur þátt í mótinu.

Curry komst ekki í gegnum niðurskurð á mótinu í fyrra en kveðst spenntur fyrir því að taka aftur þátt.

„Mér var vel tekið í fyrra og þetta var frábær reynsla. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt aftur og golfið skiptir mig miklu máli,“ segir besti leikmaður NBA-deildarinnar 2015 og 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.