Tækifæri sem ég varð að stökkva á Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. júlí 2018 10:30 Dagur Kár lék með Grindavík undanfarin tvö tímabil. vísir/Ernir Dagur Kár Jónsson samdi í gær við við austurríska félagið Raiffeisen Flyers um að leika með liðinu næsta vetur. Mun hann því ekki leika með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, í Domino’s-deild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili eins og til stóð. Dagur Kár, sem gekk til liðs við Stjörnuna frá Grindavík fyrr í sumar, var búinn að leika síðustu tvö tímabil með Grindavík. Hann segir að viðræðurnar hafi tekið stuttan tíma. „Þetta kom fyrst upp fyrir tveimur vikum og það er fínt að vera búinn að ganga frá þessu. Ég gerði ráð fyrir að vera hjá Stjörnunni í vetur en þetta kom óvænt upp á borðið og við ákváðum að stökkva á tækifærið. Þetta er eitthvað sem maður hefur stefnt að lengi og þetta býðst ekki á hverjum degi,“ sagði Dagur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Aðstæðurnar eru flottar og þjálfararnir virkuðu flottir, þeir lofuðu mér stóru hlutverki þannig að ég er afar spenntur. Ég er ekki alveg viss um styrkleika deildarinnar en umboðsmaðurinn minn talaði um að þetta væri aðeins betri deild en skandinavísku deildirnar og aðsóknin góð.“ Hann hrósaði uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, fyrir stuðninginn þegar hann greindi félaginu frá ákvörðun sinni. „Ég var með ákvæði um að geta skoðað möguleika á atvinnumennsku í samningnum. Ég er virkilega þakklátur fyrir viðbrögð Stjörnumanna. Þeir samglöddust strax og voru ekki með neitt vesen,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég er búinn að þekkja flesta þarna lengi og þeir eru held ég bara ánægðir að það sé uppalinn Stjörnumaður kominn í atvinnumennsku.“ Dagur tók þetta skref meðal annars með það að sjónarmiði að gera atlögu að landsliðssæti. „Ég hugsaði mikið út í það, hvað ég gæti gert til að komast í þetta landslið og ég get vonandi sýnt hvað í mér býr þarna úti.“ Sífellt fleiri ungir leikmenn eru að komast út í atvinnumennsku en Dagur sló á þráðinn til Martins Hermannssonar í aðdraganda félagaskiptanna. „Ég heyrði aðeins í Martin, hann hjálpaði mér mikið í þessu ferli og veitti mér góð ráð. Hann veit alveg hvað hann hefur verið að gera í þessu.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Dagur Kár Jónsson samdi í gær við við austurríska félagið Raiffeisen Flyers um að leika með liðinu næsta vetur. Mun hann því ekki leika með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, í Domino’s-deild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili eins og til stóð. Dagur Kár, sem gekk til liðs við Stjörnuna frá Grindavík fyrr í sumar, var búinn að leika síðustu tvö tímabil með Grindavík. Hann segir að viðræðurnar hafi tekið stuttan tíma. „Þetta kom fyrst upp fyrir tveimur vikum og það er fínt að vera búinn að ganga frá þessu. Ég gerði ráð fyrir að vera hjá Stjörnunni í vetur en þetta kom óvænt upp á borðið og við ákváðum að stökkva á tækifærið. Þetta er eitthvað sem maður hefur stefnt að lengi og þetta býðst ekki á hverjum degi,“ sagði Dagur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Aðstæðurnar eru flottar og þjálfararnir virkuðu flottir, þeir lofuðu mér stóru hlutverki þannig að ég er afar spenntur. Ég er ekki alveg viss um styrkleika deildarinnar en umboðsmaðurinn minn talaði um að þetta væri aðeins betri deild en skandinavísku deildirnar og aðsóknin góð.“ Hann hrósaði uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, fyrir stuðninginn þegar hann greindi félaginu frá ákvörðun sinni. „Ég var með ákvæði um að geta skoðað möguleika á atvinnumennsku í samningnum. Ég er virkilega þakklátur fyrir viðbrögð Stjörnumanna. Þeir samglöddust strax og voru ekki með neitt vesen,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég er búinn að þekkja flesta þarna lengi og þeir eru held ég bara ánægðir að það sé uppalinn Stjörnumaður kominn í atvinnumennsku.“ Dagur tók þetta skref meðal annars með það að sjónarmiði að gera atlögu að landsliðssæti. „Ég hugsaði mikið út í það, hvað ég gæti gert til að komast í þetta landslið og ég get vonandi sýnt hvað í mér býr þarna úti.“ Sífellt fleiri ungir leikmenn eru að komast út í atvinnumennsku en Dagur sló á þráðinn til Martins Hermannssonar í aðdraganda félagaskiptanna. „Ég heyrði aðeins í Martin, hann hjálpaði mér mikið í þessu ferli og veitti mér góð ráð. Hann veit alveg hvað hann hefur verið að gera í þessu.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira