Viðskipti innlent

Ófullnægjandi upplýsingagjöf við lántöku

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Pei.is er meðal þeirra fyrirtækja sem fékk skömm í hattinn.
Pei.is er meðal þeirra fyrirtækja sem fékk skömm í hattinn. Pei.is

Upplýsingar við lántöku hjá öppunum Aur, Pei og Greitt voru ekki í samræmi við kröfur sem gerðar eru í lögum um neytendalán. Þetta leiddi athugun Neytendastofu í ljós.

Könnun stjórnvaldsins hófst í febrúar og voru rekstrar­aðilar beðnir um afrit af stöðluðu eyðublaði um lánssamning sem þeir nota. Með athuguninni vildi Neytendastofa kanna hvort neytendum séu veittar allar viðeigandi upplýsingar.

Könnunin leiddi í ljós að hjá öllum fyrirtækjunum þremur uppfylltu upplýsingar á stöðluðu eyðublaði annars vegar og hins vegar lánssamningi ekki þær kröfur sem lög um neytendalán gera ráð fyrir.

Neytendastofa hefur gefið rekstrar­aðilum smáforritanna fjögurra vikna frest til að laga vankanta sem komu í ljós við athugunina. Verði ekki orðið við því mega þau eiga von á dagsektum. Bæði Aur og Pei hafa tilkynnt stofnuninni að sú vinna sé hafin en ekkert slíkt skeyti hefur borist frá Greitt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.