Viðskipti innlent

Ófullnægjandi upplýsingagjöf við lántöku

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Pei.is er meðal þeirra fyrirtækja sem fékk skömm í hattinn.
Pei.is er meðal þeirra fyrirtækja sem fékk skömm í hattinn. Pei.is
Upplýsingar við lántöku hjá öppunum Aur, Pei og Greitt voru ekki í samræmi við kröfur sem gerðar eru í lögum um neytendalán. Þetta leiddi athugun Neytendastofu í ljós.

Könnun stjórnvaldsins hófst í febrúar og voru rekstrar­aðilar beðnir um afrit af stöðluðu eyðublaði um lánssamning sem þeir nota. Með athuguninni vildi Neytendastofa kanna hvort neytendum séu veittar allar viðeigandi upplýsingar.

Könnunin leiddi í ljós að hjá öllum fyrirtækjunum þremur uppfylltu upplýsingar á stöðluðu eyðublaði annars vegar og hins vegar lánssamningi ekki þær kröfur sem lög um neytendalán gera ráð fyrir.

Neytendastofa hefur gefið rekstrar­aðilum smáforritanna fjögurra vikna frest til að laga vankanta sem komu í ljós við athugunina. Verði ekki orðið við því mega þau eiga von á dagsektum. Bæði Aur og Pei hafa tilkynnt stofnuninni að sú vinna sé hafin en ekkert slíkt skeyti hefur borist frá Greitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×