Golf

Axel leiðir en Haraldur í vandræðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Axel er í forystunni.
Axel er í forystunni. vísir/gsimyndir.net
Axel Bóasson, úr Golfklúbbnum Keili, er með eins höggs forskot á Íslandsmótinu í höggleik. Leikið er í Vestmannaeyjum og var fyrsti hringurinn í dag.

Axel fór á kostum á fyrri níu holunum. Hann spilaði þær á 31 höggi; fékk þrjá fugla og einn örn. Hann endaði á fimm undir pari, 65 höggum.

Næst koma þeir Björn Óskar Guðjónsson, GK, og Aron Emil Gunnarsson,  GOS, en þeir eru á fjórum höggum undir pari.

Haraldur Franklín Magnús var talinn einn helsti keppinautur Axels á mótinu en Haraldur, sem keppti á Opna breska, um síðustu helgi náði sér ekki á strik í dag.

Hann spilaði á tveimur höggum yfir pari, 72 höggum, en hann fékk þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á síðari níu holunum í dag.

Hér má sjá stöðuna eins og hún er núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×