Golf

Axel varði Íslandsmeistaratitilinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Axel Bóasson er Íslandsmeistari í golfi 2018
Axel Bóasson er Íslandsmeistari í golfi 2018 mynd/golf.is

Axel Bóasson úr GK varði Íslandsmeistaratitil sinn í golfi á Íslandsmótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina.

Axel og Haraldur Franklín Magnús háðu einvígi um titilinn í fyrra og voru þeir báðir mættir til leiks í Eyjum um helgina. Fyrir lokahringinn í dag var Axel með þriggja högga forystu á Harald og eins höggs forystu á Björn Óskar Guðjónsson.

Haraldur steig varla feilspor í dag, fékk skolla strax á fyrstu holu en fleiri urðu þeir ekki. Hann fékk örn á fjórðu holu og þrjá fugla en það dugði ekki til, Axel var einnig mjög öruggur í dag og hélt forystunni allt til enda.

Í lokin kláraði Axel hringinn í dag á fjórum höggum undir pari og var samtals á 12 höggum undir pari. Björn Óskar endaði í öðru sæti á 10 höggum undir pari en Haraldur varð að sætta sig við þriðja sætið á níu höggum undir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.