Hjúkrunarkona eitraði fyrir tugum sjúklinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 07:19 Konan Vísir/getty Fyrrverandi hjúkrunarkona í Japan hefur játað að hafa átt þátt í því að tugir sjúklinga urðu fyrir eitrun á síðustu tveimur árum. Lögregla telur að andlát allt að tuttugu sjúklinga megi rekja til eitrunarinnar. Hjúkrunarkonan, Ayumi Kuboki, sem er liðlega þrítug, var handtekin um helgina grunuð um að hafa myrt áttatíu og átta ára gamlan sjúkling á sjúkrahúsinu í Yokohama með því að blanda sótthreinsunarspritti í lyfin sem maðurinn fékk í æð. Japanskir miðlar segja að ástæðan sem Kuboki hafi gefið fyrir morðunum sé sú að henni hafi kviðið svo fyrir því að hitta syrgjandi aðstandendur fólksins, að hún hafi ákveðið að eitra fyrir þeim og tímasetja þannig að fólkið myndi deyja þegar hún væri á frívakt. Talið er að alls hafi um 48 einstaklingar dáið með dularfullum hætti á þriggja mánaða tímabili árið 2016. Þar af dóu 5 sjúklingar sama daginn. Eftir að lögreglan hóf rannsókn á andlátum sjúklinganna kom í ljós að búið hafði verið að stinga gat á fimmtung allra pokanna sem notaðir eru til að veita vökva í æð á sjúkrahúsinu. Kuboki neitaði í fyrstu að hafa nokkuð með andlátin að gera og þar að auki hefði hún ekki tekið eftir neinu grunsamlegu á sjúkrahúsinu. Í samtali við fjölmiðla sagði hjúkrunarkonan að hún hefði samúð með aðstandendum hinna látnu. Samstarfsmenn Kuboki eru sagðir í áfalli vegna málsins. Þá hafði aldrei grunað að hjúkrunarkonan væri svona illa innrætt. Henni var sagt upp af spítalunum í síðasta mánuði eftir að leifar af sótthreinsunarsprittinu, sem hún notaði til að drepa sjúklingana, fundust á klæðnaði hennar. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Sjá meira
Fyrrverandi hjúkrunarkona í Japan hefur játað að hafa átt þátt í því að tugir sjúklinga urðu fyrir eitrun á síðustu tveimur árum. Lögregla telur að andlát allt að tuttugu sjúklinga megi rekja til eitrunarinnar. Hjúkrunarkonan, Ayumi Kuboki, sem er liðlega þrítug, var handtekin um helgina grunuð um að hafa myrt áttatíu og átta ára gamlan sjúkling á sjúkrahúsinu í Yokohama með því að blanda sótthreinsunarspritti í lyfin sem maðurinn fékk í æð. Japanskir miðlar segja að ástæðan sem Kuboki hafi gefið fyrir morðunum sé sú að henni hafi kviðið svo fyrir því að hitta syrgjandi aðstandendur fólksins, að hún hafi ákveðið að eitra fyrir þeim og tímasetja þannig að fólkið myndi deyja þegar hún væri á frívakt. Talið er að alls hafi um 48 einstaklingar dáið með dularfullum hætti á þriggja mánaða tímabili árið 2016. Þar af dóu 5 sjúklingar sama daginn. Eftir að lögreglan hóf rannsókn á andlátum sjúklinganna kom í ljós að búið hafði verið að stinga gat á fimmtung allra pokanna sem notaðir eru til að veita vökva í æð á sjúkrahúsinu. Kuboki neitaði í fyrstu að hafa nokkuð með andlátin að gera og þar að auki hefði hún ekki tekið eftir neinu grunsamlegu á sjúkrahúsinu. Í samtali við fjölmiðla sagði hjúkrunarkonan að hún hefði samúð með aðstandendum hinna látnu. Samstarfsmenn Kuboki eru sagðir í áfalli vegna málsins. Þá hafði aldrei grunað að hjúkrunarkonan væri svona illa innrætt. Henni var sagt upp af spítalunum í síðasta mánuði eftir að leifar af sótthreinsunarsprittinu, sem hún notaði til að drepa sjúklingana, fundust á klæðnaði hennar.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“