Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Icelandair verður rekið nálægt núlli í ár að mati IFS. Fréttablaðið/Anton Brink Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Greinendur IFS telja jafnframt „umdeilanlegt“ af hverju félagið hafi ekki lækkað afkomuspá sína eftir birtingu uppgjörs fyrir fyrsta fjórðung ársins í apríl síðastliðnum. Minna hafi verið um bókanir í apríl í ár en í fyrra og það sama megi segja um maímánuð. Þeir benda enn fremur á að félagið hafi sent frá sér afkomuviðvörun síðasta sunnudag þrátt fyrir að félagið hafi skilað uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung sem Björgólfur Jóhannsson forstjóri sagði að hefði verið „í takt við áætlanir“.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Samkvæmt afkomuviðvöruninni mun EBITDA félagsins verða 120 til 140 milljónir dala á þessu ári, en áður hafði félagið spáð EBITDA upp á 170 til 190 milljónir dala á árinu. Til samanburðar nam EBITDA félagsins 170 milljónum dala í fyrra. Gengi hlutabréfanna hríðféll um fjórðung daginn eftir að félagið sendi frá sér viðvörunina. Í afkomuspá IFS er gert ráð fyrir að Icelandair Group skili EBITDA upp á 128,2 milljónir dala á þessu ári. Sérfræðingar IFS telja að 10,4 milljóna dala tap verði á rekstri ferðaþjónustufélagsins á öðrum ársfjórðungi en til samanburðar nam hagnaður félagsins 10,7 milljónum dala á sama tímabili í fyrra. Þeir spá því að afkoman verði rétt við núllið, nánar tiltekið jákvæð um 0,1 milljón dala, á árinu borið saman við 40,5 milljóna dala hagnað á síðasta ári. Mestu munar um aukinn rekstrarkostnað en IFS telur að hann vaxi um allt að 14 prósent á þessu ári og verði um 1.420 milljónir dala. Icelandair Group mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 31. júlí. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Greinendur IFS telja jafnframt „umdeilanlegt“ af hverju félagið hafi ekki lækkað afkomuspá sína eftir birtingu uppgjörs fyrir fyrsta fjórðung ársins í apríl síðastliðnum. Minna hafi verið um bókanir í apríl í ár en í fyrra og það sama megi segja um maímánuð. Þeir benda enn fremur á að félagið hafi sent frá sér afkomuviðvörun síðasta sunnudag þrátt fyrir að félagið hafi skilað uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung sem Björgólfur Jóhannsson forstjóri sagði að hefði verið „í takt við áætlanir“.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Samkvæmt afkomuviðvöruninni mun EBITDA félagsins verða 120 til 140 milljónir dala á þessu ári, en áður hafði félagið spáð EBITDA upp á 170 til 190 milljónir dala á árinu. Til samanburðar nam EBITDA félagsins 170 milljónum dala í fyrra. Gengi hlutabréfanna hríðféll um fjórðung daginn eftir að félagið sendi frá sér viðvörunina. Í afkomuspá IFS er gert ráð fyrir að Icelandair Group skili EBITDA upp á 128,2 milljónir dala á þessu ári. Sérfræðingar IFS telja að 10,4 milljóna dala tap verði á rekstri ferðaþjónustufélagsins á öðrum ársfjórðungi en til samanburðar nam hagnaður félagsins 10,7 milljónum dala á sama tímabili í fyrra. Þeir spá því að afkoman verði rétt við núllið, nánar tiltekið jákvæð um 0,1 milljón dala, á árinu borið saman við 40,5 milljóna dala hagnað á síðasta ári. Mestu munar um aukinn rekstrarkostnað en IFS telur að hann vaxi um allt að 14 prósent á þessu ári og verði um 1.420 milljónir dala. Icelandair Group mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 31. júlí.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00
„Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00