Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Icelandair verður rekið nálægt núlli í ár að mati IFS. Fréttablaðið/Anton Brink Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Greinendur IFS telja jafnframt „umdeilanlegt“ af hverju félagið hafi ekki lækkað afkomuspá sína eftir birtingu uppgjörs fyrir fyrsta fjórðung ársins í apríl síðastliðnum. Minna hafi verið um bókanir í apríl í ár en í fyrra og það sama megi segja um maímánuð. Þeir benda enn fremur á að félagið hafi sent frá sér afkomuviðvörun síðasta sunnudag þrátt fyrir að félagið hafi skilað uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung sem Björgólfur Jóhannsson forstjóri sagði að hefði verið „í takt við áætlanir“.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Samkvæmt afkomuviðvöruninni mun EBITDA félagsins verða 120 til 140 milljónir dala á þessu ári, en áður hafði félagið spáð EBITDA upp á 170 til 190 milljónir dala á árinu. Til samanburðar nam EBITDA félagsins 170 milljónum dala í fyrra. Gengi hlutabréfanna hríðféll um fjórðung daginn eftir að félagið sendi frá sér viðvörunina. Í afkomuspá IFS er gert ráð fyrir að Icelandair Group skili EBITDA upp á 128,2 milljónir dala á þessu ári. Sérfræðingar IFS telja að 10,4 milljóna dala tap verði á rekstri ferðaþjónustufélagsins á öðrum ársfjórðungi en til samanburðar nam hagnaður félagsins 10,7 milljónum dala á sama tímabili í fyrra. Þeir spá því að afkoman verði rétt við núllið, nánar tiltekið jákvæð um 0,1 milljón dala, á árinu borið saman við 40,5 milljóna dala hagnað á síðasta ári. Mestu munar um aukinn rekstrarkostnað en IFS telur að hann vaxi um allt að 14 prósent á þessu ári og verði um 1.420 milljónir dala. Icelandair Group mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 31. júlí. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Greinendur IFS telja jafnframt „umdeilanlegt“ af hverju félagið hafi ekki lækkað afkomuspá sína eftir birtingu uppgjörs fyrir fyrsta fjórðung ársins í apríl síðastliðnum. Minna hafi verið um bókanir í apríl í ár en í fyrra og það sama megi segja um maímánuð. Þeir benda enn fremur á að félagið hafi sent frá sér afkomuviðvörun síðasta sunnudag þrátt fyrir að félagið hafi skilað uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung sem Björgólfur Jóhannsson forstjóri sagði að hefði verið „í takt við áætlanir“.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Samkvæmt afkomuviðvöruninni mun EBITDA félagsins verða 120 til 140 milljónir dala á þessu ári, en áður hafði félagið spáð EBITDA upp á 170 til 190 milljónir dala á árinu. Til samanburðar nam EBITDA félagsins 170 milljónum dala í fyrra. Gengi hlutabréfanna hríðféll um fjórðung daginn eftir að félagið sendi frá sér viðvörunina. Í afkomuspá IFS er gert ráð fyrir að Icelandair Group skili EBITDA upp á 128,2 milljónir dala á þessu ári. Sérfræðingar IFS telja að 10,4 milljóna dala tap verði á rekstri ferðaþjónustufélagsins á öðrum ársfjórðungi en til samanburðar nam hagnaður félagsins 10,7 milljónum dala á sama tímabili í fyrra. Þeir spá því að afkoman verði rétt við núllið, nánar tiltekið jákvæð um 0,1 milljón dala, á árinu borið saman við 40,5 milljóna dala hagnað á síðasta ári. Mestu munar um aukinn rekstrarkostnað en IFS telur að hann vaxi um allt að 14 prósent á þessu ári og verði um 1.420 milljónir dala. Icelandair Group mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 31. júlí.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00
„Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00