Viðskipti innlent

Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“

Bergþór Másson skrifar
Björgólfur Jóhansson er forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhansson er forstjóri Icelandair. Vísir/GVA

Forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, sendi starfsmönnum félagsins tölvupóst í dag sem Vísir hefur undir höndum. Í póstinum segir hann að rekstur Icelandair Group á árinu 2018 sé lakari en félagið hafði gert ráð fyrir.

Tilefni tölvupósts Björgólfs er fall hlutabréfa Icelandair um 25 prósent í kauphöllinni í dag.

Sjá einnig:

Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið

Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni

Í bréfinu segir Björgólfur að „ljóst sé að afkoma annars ársfjórðungs verður lakari en áður hafði verið áætlað.“

Björgólfur nefnir rask í flugáætlun félagsins, seinkun á innleiðingu flugvéla, veðurfar meðal þeirra þátta sem hafa valdið auknum kostnaði og þar af leiðandi tekjutapi.

Að lokum hvetur Björgólfur starfsfólk Icelandair áfram: „Árið 2018 er ár mikilla breytinga og fjárfestinga sem gera félaginu kleift að vaxa og dafna. Starfsfólk Icelandair Group hefur áður sýnt hvers það er megnugt þegar á móti blæs. Við tökumst á við þessar áskoranir nú sem liðsheild, af samheldni og krafti og ég veit að ég get treyst á ykkur öll, hér eftir sem hingað til!“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.