Hamilton fetaði í fótspor íslensku „Kókómjólkurinnar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2018 15:34 Lewis Hamilton á fullri ferð yfir vatnið. Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1 og fjórfaldur heimsmeistari í greininni, var hér á landi í vikunni en það má sjá á Twitter-síðu hans. „Eins dags ferð mín til Íslands var geggjuð. Þetta er rosalega fallegur staður. Það eru hundrað prósent líkur á að ég fari aftur,“ skrifar Hamilton á Twitter-síðu sína og birtir skemmtilegt myndband. Í myndbandinu keyrir Hamilton á fullri ferð á torfærubíl yfir vatnslón og drífur alla leið sem ekki hver sem er getur án þess að sökkva. Það þarf alvöru hæfileika í svona aðgerð en Hamilton kann nú alveg að halda um stýrið.My 1 day trip to Iceland this week was epic, what a beautiful place that is. 100% going back! pic.twitter.com/U7grYb8cGt — Lewis Hamilton (@LewisHamilton) July 13, 2018 Það má gefa sér það að Hamilton hafi fengið hugmyndina úr bílasjónvarpsþættinum Top Gear. Richards Hammond, einn af þáverandi stjórnendum þáttarins, kom til Íslands árið 2009 og gerði það sama. Hammond reyndar keyrði ekki sjálfur heldur sat hann í bíl með „Kókómjólkinni“ sjálfri, Gísla Gunnari Jónssyni, einum færasta torfærukappa Íslandssögunnar. Gísli Gunnar gerði garðinn frægan á bílnum Kókómjólkin um árabil áður en hann skipti um styrktaraðila og keyrði fyrir Arctic Trucks en það var á þeim bíl sem hann skautaði yfir vatnið með Hammond. Akstur Hamiltons er svo sannarlega flottur en það verður að segjast að Kókómjólkin gerði þetta betur enda á eldri bíl og með farþega. Engu að síður skemmtilegt hjá Hamilton. Formúla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1 og fjórfaldur heimsmeistari í greininni, var hér á landi í vikunni en það má sjá á Twitter-síðu hans. „Eins dags ferð mín til Íslands var geggjuð. Þetta er rosalega fallegur staður. Það eru hundrað prósent líkur á að ég fari aftur,“ skrifar Hamilton á Twitter-síðu sína og birtir skemmtilegt myndband. Í myndbandinu keyrir Hamilton á fullri ferð á torfærubíl yfir vatnslón og drífur alla leið sem ekki hver sem er getur án þess að sökkva. Það þarf alvöru hæfileika í svona aðgerð en Hamilton kann nú alveg að halda um stýrið.My 1 day trip to Iceland this week was epic, what a beautiful place that is. 100% going back! pic.twitter.com/U7grYb8cGt — Lewis Hamilton (@LewisHamilton) July 13, 2018 Það má gefa sér það að Hamilton hafi fengið hugmyndina úr bílasjónvarpsþættinum Top Gear. Richards Hammond, einn af þáverandi stjórnendum þáttarins, kom til Íslands árið 2009 og gerði það sama. Hammond reyndar keyrði ekki sjálfur heldur sat hann í bíl með „Kókómjólkinni“ sjálfri, Gísla Gunnari Jónssyni, einum færasta torfærukappa Íslandssögunnar. Gísli Gunnar gerði garðinn frægan á bílnum Kókómjólkin um árabil áður en hann skipti um styrktaraðila og keyrði fyrir Arctic Trucks en það var á þeim bíl sem hann skautaði yfir vatnið með Hammond. Akstur Hamiltons er svo sannarlega flottur en það verður að segjast að Kókómjólkin gerði þetta betur enda á eldri bíl og með farþega. Engu að síður skemmtilegt hjá Hamilton.
Formúla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira