Samkeppnisyfirvöld rannsaka samstarf evrópskra matvörurisa Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2018 06:00 Margar evrópskar matvörukeðjur sameinast um innkaup. Vísir/Getty Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast taka til skoðunar hvort samstarf nokkurra stærstu matvörurisa í Evrópu á sviði innkaupa brjóti gegn samkeppnisreglum. Frá þessu greindu þau í gær. Lagt verður mat á samkeppnisleg áhrif samvinnunnar á bæði birgja og neytendur, að sögn franskra yfirvalda. Margar evrópskar matvörukeðjur hafa brugðist við breyttu samkeppnisumhverfi með því að sameinast um innkaup og ná fram, í krafti stærðar, sem hagstæðustum kjörum hjá birgjum. Fyrr í mánuðinum tilkynntu Tesco og Carrefour, stærstu matvörukeðjur álfunnar, um áform sín um að sameina markaðsstyrk sinn með því að kaupa sameiginlega inn vörur. Samstarf keðjanna gildir til þriggja ára. Áður höfðu Carrefour og Système U hafið innkaupasamstarf á heimamarkaði sínum í Frakklandi og það sama gildir jafnframt um keðjurnar Auchan, Casino, Shiever og Metro, að því er segir í frétt The Financial Times. Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast rannsaka umrædd samstarfsverkefni en í tilkynningu sögðust þau ætla að ræða við helstu birgja og keppinauta matvörukeðjanna. „Rannsóknin kemur ekki á óvart, sagði Bruno Monteyne,“ greinandi hjá Bernstein. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis matvöruverslana væri hins vegar ólíklegt að stjórnmálamenn myndu vilja leggja stein í götu þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast taka til skoðunar hvort samstarf nokkurra stærstu matvörurisa í Evrópu á sviði innkaupa brjóti gegn samkeppnisreglum. Frá þessu greindu þau í gær. Lagt verður mat á samkeppnisleg áhrif samvinnunnar á bæði birgja og neytendur, að sögn franskra yfirvalda. Margar evrópskar matvörukeðjur hafa brugðist við breyttu samkeppnisumhverfi með því að sameinast um innkaup og ná fram, í krafti stærðar, sem hagstæðustum kjörum hjá birgjum. Fyrr í mánuðinum tilkynntu Tesco og Carrefour, stærstu matvörukeðjur álfunnar, um áform sín um að sameina markaðsstyrk sinn með því að kaupa sameiginlega inn vörur. Samstarf keðjanna gildir til þriggja ára. Áður höfðu Carrefour og Système U hafið innkaupasamstarf á heimamarkaði sínum í Frakklandi og það sama gildir jafnframt um keðjurnar Auchan, Casino, Shiever og Metro, að því er segir í frétt The Financial Times. Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast rannsaka umrædd samstarfsverkefni en í tilkynningu sögðust þau ætla að ræða við helstu birgja og keppinauta matvörukeðjanna. „Rannsóknin kemur ekki á óvart, sagði Bruno Monteyne,“ greinandi hjá Bernstein. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis matvöruverslana væri hins vegar ólíklegt að stjórnmálamenn myndu vilja leggja stein í götu þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf