Samkeppnisyfirvöld rannsaka samstarf evrópskra matvörurisa Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2018 06:00 Margar evrópskar matvörukeðjur sameinast um innkaup. Vísir/Getty Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast taka til skoðunar hvort samstarf nokkurra stærstu matvörurisa í Evrópu á sviði innkaupa brjóti gegn samkeppnisreglum. Frá þessu greindu þau í gær. Lagt verður mat á samkeppnisleg áhrif samvinnunnar á bæði birgja og neytendur, að sögn franskra yfirvalda. Margar evrópskar matvörukeðjur hafa brugðist við breyttu samkeppnisumhverfi með því að sameinast um innkaup og ná fram, í krafti stærðar, sem hagstæðustum kjörum hjá birgjum. Fyrr í mánuðinum tilkynntu Tesco og Carrefour, stærstu matvörukeðjur álfunnar, um áform sín um að sameina markaðsstyrk sinn með því að kaupa sameiginlega inn vörur. Samstarf keðjanna gildir til þriggja ára. Áður höfðu Carrefour og Système U hafið innkaupasamstarf á heimamarkaði sínum í Frakklandi og það sama gildir jafnframt um keðjurnar Auchan, Casino, Shiever og Metro, að því er segir í frétt The Financial Times. Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast rannsaka umrædd samstarfsverkefni en í tilkynningu sögðust þau ætla að ræða við helstu birgja og keppinauta matvörukeðjanna. „Rannsóknin kemur ekki á óvart, sagði Bruno Monteyne,“ greinandi hjá Bernstein. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis matvöruverslana væri hins vegar ólíklegt að stjórnmálamenn myndu vilja leggja stein í götu þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast taka til skoðunar hvort samstarf nokkurra stærstu matvörurisa í Evrópu á sviði innkaupa brjóti gegn samkeppnisreglum. Frá þessu greindu þau í gær. Lagt verður mat á samkeppnisleg áhrif samvinnunnar á bæði birgja og neytendur, að sögn franskra yfirvalda. Margar evrópskar matvörukeðjur hafa brugðist við breyttu samkeppnisumhverfi með því að sameinast um innkaup og ná fram, í krafti stærðar, sem hagstæðustum kjörum hjá birgjum. Fyrr í mánuðinum tilkynntu Tesco og Carrefour, stærstu matvörukeðjur álfunnar, um áform sín um að sameina markaðsstyrk sinn með því að kaupa sameiginlega inn vörur. Samstarf keðjanna gildir til þriggja ára. Áður höfðu Carrefour og Système U hafið innkaupasamstarf á heimamarkaði sínum í Frakklandi og það sama gildir jafnframt um keðjurnar Auchan, Casino, Shiever og Metro, að því er segir í frétt The Financial Times. Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast rannsaka umrædd samstarfsverkefni en í tilkynningu sögðust þau ætla að ræða við helstu birgja og keppinauta matvörukeðjanna. „Rannsóknin kemur ekki á óvart, sagði Bruno Monteyne,“ greinandi hjá Bernstein. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis matvöruverslana væri hins vegar ólíklegt að stjórnmálamenn myndu vilja leggja stein í götu þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira