Golf

Molinari vann | Tiger í fjórða sæti

Dagur Lárusson skrifar
Francesco Molinari.
Francesco Molinari. vísir/getty

Ítalinn Francesco Molinari fór með sigur af hólmi á National mótinu eftir að hafa leikið óaðfinnalega á lokahringnum í dag.
 
Molinari byrjaði daginn á 12 höggum undir pari, líkt og Mexíkóinn Abraham Ancer sem hafði haft forystuna lengst af á þriðja hringnum. Molinari endaði mótið á samtals 21 höggum undir pari.
 
Spilamennska þeirra vargjörólík í dag þar sem Molinari lék á átta höggum undir pari á meðan Ancer lék á tveimur yfir pari og þar með veitti Molinari ekki mikla samkeppni. Ancer missti einnig af öðru sætinu en Suður-Kóreu maðurinn Kang og Bandaríkjamaðurinn Armour tóku það af honum en spiluðu þeir báðir frábærlega í dag. Armour var á samtals þrettán höggum undir pari og Kang á 12 höggum undir pari.
 
Tiger Woods þótti spila vel á mótinu og var í tíunda sæti eftir þriðja hring í gærkvöldi. Í dag spilaði hann á fjórum höggum undir pari, sem er hans næstbesti hringur á mótinu og endaði því á samtals ellefu höggum undir pari og í fjórða sæti.
 


Tengdar fréttir

Tiger Woods á sjö höggum undir pari

Tiger Woods spilaði vel á þriðja hring sínum á National mótinu eftir að hafa byrjað mótið illa en hann er eins og er í tíunda sætinu á sjö höggum undir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.