Körfubolti

Schwarzenegger og Zlatan bjóða LeBron velkominn til LA

Arnar Geir Halldórsson skrifar
LeBron hefur eignað sér austrið undanfarinn áratug. Nú bíður vestrið
LeBron hefur eignað sér austrið undanfarinn áratug. Nú bíður vestrið vísir/getty

Greint var frá því í morgun að LeBron James væri búinn að ná samningum við Los Angeles Lakers um að leika með liðinu næstu fjögur árin.

Um fátt er meira ritað og rætt í íþróttalífinu í Bandaríkjunum þessa stundina og þar er Twitter umræðan ekki undanskilin. Los Angeles er borg stjarnanna og þær keppast við að bjóða LeBron velkominn.

Óhætt er að tala um LeBron James sem skærustu stjörnu NBA deildarinnar í seinni tíð en hann er af mörgum talinn besti körfuknattleiksmaður sögunnar.

Saga LA Lakers er svo sannarlega ekkert slor enda um að ræða eitt sigursælasta og sögufrægasta lið deildarinnar.

,,Nú hefur LA konung og Guð"

Zlatan Ibrahimovic er ánægður að fá LeBron til LA en sænska knattspyrnugoðsögnin gekk til liðs við Los Angeles Galaxy fyrr á þessu ári.Schwarzenegger er mjög spenntur fyrir komu LeBron

Leikarinn og vöðvafjallið Arnold Schwarzenegger getur ekki beðið eftir því að fylgjast með LeBron James í Los Angeles.Kobe Bryant

Kobe Bryant er eitt stærsta nafnið í glæstri sögu LA Lakers. Kareem Abdul-Jabbar

Önnur af stærstu stjörnum í sögu LA Lakers er Kareem Abdul-Jabbar. Hann vonast til þess að Kawhi Leonard sé einnig á leið til félagsins.NBA

Tengdar fréttir

LeBron James í LA Lakers

Skærasta stjarna NBA deildarinnar hefur samþykkt fjögurra ára samning við Los Angeles Lakers.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.