Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. júlí 2018 08:00 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, fékk hóflega launahækkun að mati bankaráðsins. Fréttablaðið/Eyþór Bankaráð Landsbankans telur sig hafa gætt hófsemi þegar það ákvarðaði að mánaðarlaun bankastjórans skyldu hækka um tæpar 1,2 milljónir á síðasta ári. Ákvörðunin hafi byggt á starfskjarastefnu bankans þar sem kveðið er á um að laun helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör annarra stjórnenda stórra fjármálafyrirtækja, nokkuð sem ekki hafi verið raunin með bankastjóra Landsbankans um áralangt skeið.Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina hækkuðu laun margra forstjóra ríkisfyrirtækja gríðarlega þann 1. júlí í fyrra þegar ákvörðunarvald yfir launum þeirra var fært frá kjararáði til stjórna viðkomandi fyrirtækja. Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu um 58 prósent eða sem nemur ríflega 1,2 milljónum króna.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Fast á hæla Herði í hækkunum kom Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sem hækkaði um 56 prósent eða tæpar 1,2 milljónir á mánuði. Hækkuðu laun bankastjórans úr 2.089.093 krónum á mánuði í 3.250.000 krónur. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram að stjórn Landsvirkjunar taldi sig vera að efna ráðningarsamning við Hörð frá árinu 2009, áður en forstjórinn færðist undir kjararáð.Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs og starfskjaranefndar Landsbankans.Í svari frá Landsbankanum við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var skýringa frá bankaráði á þeirri ákvörðun að hækka laun bankastjórans um 56 prósent á einu bretti, segir að það byggi á starfskjarastefnu bankans sem samþykkt sé á aðalfundi. „Um að starfskjör helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fjármálafyrirtækjum á fjármálamarkaði og ákveðin í samræmi við lög en þó ekki leiðandi.“ Eins og fram hefur komið beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra yrði stillt í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Aðspurð hvernig launahækkun bankastjórans í fyrra samræmist þeim tilmælum segir: „Í kjölfar lagabreytingarinnar hefur bankaráð tekið starfskjör bankastjóra til endurskoðunar og lagt til grundvallar að gætt sé hófsemi varðandi launakjör, en að laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem bankinn starfar á, en séu ekki leiðandi. Bankastjóri Landsbankans hefur um áralangt skeið ekki notið kjara í samræmi við starfskjarastefnu bankans.“ Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, gerði oft athugasemdir við launakjör sín á sínum tíma og benti á að hann sem bankastjóri væri með lægri laun en margir undirmanna hans. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Bankaráð Landsbankans telur sig hafa gætt hófsemi þegar það ákvarðaði að mánaðarlaun bankastjórans skyldu hækka um tæpar 1,2 milljónir á síðasta ári. Ákvörðunin hafi byggt á starfskjarastefnu bankans þar sem kveðið er á um að laun helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör annarra stjórnenda stórra fjármálafyrirtækja, nokkuð sem ekki hafi verið raunin með bankastjóra Landsbankans um áralangt skeið.Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina hækkuðu laun margra forstjóra ríkisfyrirtækja gríðarlega þann 1. júlí í fyrra þegar ákvörðunarvald yfir launum þeirra var fært frá kjararáði til stjórna viðkomandi fyrirtækja. Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu um 58 prósent eða sem nemur ríflega 1,2 milljónum króna.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Fast á hæla Herði í hækkunum kom Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sem hækkaði um 56 prósent eða tæpar 1,2 milljónir á mánuði. Hækkuðu laun bankastjórans úr 2.089.093 krónum á mánuði í 3.250.000 krónur. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram að stjórn Landsvirkjunar taldi sig vera að efna ráðningarsamning við Hörð frá árinu 2009, áður en forstjórinn færðist undir kjararáð.Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs og starfskjaranefndar Landsbankans.Í svari frá Landsbankanum við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var skýringa frá bankaráði á þeirri ákvörðun að hækka laun bankastjórans um 56 prósent á einu bretti, segir að það byggi á starfskjarastefnu bankans sem samþykkt sé á aðalfundi. „Um að starfskjör helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fjármálafyrirtækjum á fjármálamarkaði og ákveðin í samræmi við lög en þó ekki leiðandi.“ Eins og fram hefur komið beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra yrði stillt í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Aðspurð hvernig launahækkun bankastjórans í fyrra samræmist þeim tilmælum segir: „Í kjölfar lagabreytingarinnar hefur bankaráð tekið starfskjör bankastjóra til endurskoðunar og lagt til grundvallar að gætt sé hófsemi varðandi launakjör, en að laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem bankinn starfar á, en séu ekki leiðandi. Bankastjóri Landsbankans hefur um áralangt skeið ekki notið kjara í samræmi við starfskjarastefnu bankans.“ Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, gerði oft athugasemdir við launakjör sín á sínum tíma og benti á að hann sem bankastjóri væri með lægri laun en margir undirmanna hans.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00