Golf

Bubba Watson sigraði í Connecticut

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bubba sáttur
Bubba sáttur vísir/getty

Bubba Watson tryggði sér sigur á Travelers Championship sem fram fór í Connecticut í Bandaríkjunum um helgina. Mótið er hluti af PGA mótaröðinni.

Englendingurinn Paul Casey var með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn en fór afar illa að ráði sínu í dag og spilaði á 2 höggum undir pari.

Á meðan spilaði Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson lokahringinn á sjö höggum undir pari og var því samtals á 17 höggum undir pari um helgina. Þetta er í þriðja skiptið sem Watson vinnur þetta mót.

Hinn 39 ára gamli Watson var að vinna sinn 12 sigur á PGA mótaröðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.