Körfubolti

Martin genginn til liðs við Alba Berlin

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu
Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty

Martin Hermannsson er genginn til liðs við þýska stórliðið Alba Berlin. Þýska félagið staðfesti komu Martins á Facebook síðu sinni nú rétt í þessu.

Alba Berlin hafnaði í 2.sæti þýsku Bundesligunnar á síðustu leiktíð en félagið hefur átta sinnum orðið þýskur meistari, síðast árið 2008. 

Alba keppir í Euro Cup sem er næst sterkasta Evrópukeppnin á eftir Euroleague og er afar sterk deild. Liðið komst í 16-liða úrslit þar á síðustu leiktíð.

Þjálfari Alba Berlin er spænski reynsluboltinn Aíto García Reneses sem stýrði Barcelona um sextán ára skeið frá 1985-2001 en hann stýrði meðal annars spænska landsliðinu um tíma.

Martin er uppalinn KR-ingur en hann kemur til Alba Berlin frá Chalon-Reims í frönsku úrvalsdeildinni en þar átti Martin frábært tímabil síðastliðinn vetur og var í algjöru lykilhlutverki hjá liðinu.

Hann hafði úr nokkrum liðum að velja og hafnaði til að mynda tyrkneska liðinu Darussafaka til að ganga í raðir Alba Berlin.

Martin er hluti af íslenska landsliðinu sem mætir því búlgarska í mikilvægum leik í undankeppni HM í dag. 



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.