Vinnueftirlitið hefur bannað fyrirtækinu Cozy Campers að markaðssetja og notast við hitunarbúnað af gerðinni Air 2KW Parking Heater í ferðabílum með svefnaðstöðu sem að fyrirtækið leigir út.
Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Þar segir að við markaðseftirlit hafi komið í ljós að umræddur hitunarbúnaður sé ekki í samræmi við reglugerð um vélar og tæknilegan búnað (nr 1005/2009) og því mögulega hættulegur.
„Búnaðurinn er framleiddur af JP China Trade Int‘l Co., LTD og Cozy Campers ehf. hefur flutt hann til landsins og notað í ferðarbíla með svefnaðstöðu sem fyrirtækið leigir út.
Af framangreindum ástæðum hefur Vinnueftirlitið bannað fyrirtækinu notkun þessa búnaðar og frekari markaðsetningu hans á Íslandi,“ segir á heimasíðu Vinnueftirlitsins.
Ákvörðun Vinnueftirlitsins.

