Smith Jr tryggði Mavericks sigur þrátt fyrir brotna framtönn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. desember 2018 07:30 Tannlaus Smith Jr. bítur frá sér alveg eins og drekinn Tannlaus vísir/getty Dennis Smith Jr. lét brotna framtönn ekki trufla sig frá því að tryggja Dallas Mavericks sigurinn á Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld. Hægri framtönn Smith Jr. flaug nærri öll út úr munninum á honum seint í þriðja leikhluta þegar olnbogi Patrick Beverley small í andlitinu á honum í baráttu um lausan bolta. Smith settist á bekkinn í smá stund en snéri svo aftur í fjórða leikhluta og átti stóran þátt í 114-110 sigri Mavericks. Í stöðunni 110-112 með 12 sekúndur á klukkunni varði Smith Jr. skot frá Tobias Harris, tók varnarfrákast nokkrum sekúndum síðar og sótti villu. Hann setti niður vítaskotin sín tvö og leiktíminn rann út. DeAndre Jordan fór mikinn í liði Mavericks, en þetta var hans fyrsti leikur gegn gömlu félögunum í Clippers. Jordan tók 23 fráköst, meira en helmingi meira en nokkur annar á vellinum, og skoraði 16 stig. Beverly gerði meira en losa menn við tennur í leiknum, hann kastaði bolta í stuðningsmann Clippers og var rekinn úr húsi fyrir það. Beverley segist hafa brugðist svona við því að stuðningsmaðurinn blótaði móður leikmannsins. „Ég sagði dómaranum og öryggisgæslunni frá þessu. Ég hef aldrei verið rekinn út úr húsi á ferlinum í NBA deildinni. Ég spila fast en innan reglanna. Ég er fullorðinn maður en ég hef mínar sannfæringar. Guð kemur fyrstur en fjölskyldan þar strax á eftir og ég stend á bak við það,“ sagði Beverley eftir leikinn.Dennis Smith Jr. stands strong defensively to secure the @dallasmavs W! #MFFLpic.twitter.com/dkKFdZthQ9 — NBA (@NBA) December 3, 2018 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers sinn þriðja sigur í röð þegar liðið rúllaði yfir Phoenix Suns 120-96. Rétt áður en flautað var til leiksloka fögnuðu Lakersmenn ógurlega þegar þýski nýliðinn Moritz Wagner skoraði sína fyrstu körfu í NBA deildinni. „Hann var að læra að hjóla. Þetta var það augnablik á hans ferli. Að sjálfsögðu erum við spenntir,“ sagði LeBron James eftir leikinn. James skoraði 22 stig fyrir Lakers en hvíldi þó allan fjórða leikhlutann líkt og Kyle Kuzma sem skoraði 23 stig. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Los Angeles á flugi og hefur unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum.The @Lakers go to 14-9 on the season behind strong performances from LeBron James (22 PTS, 8 AST, 6 REB) & Kyle Kuzma (23 PTS)! #LakeShowpic.twitter.com/5Qg9NFj5UG — NBA (@NBA) December 2, 2018Úrslit næturinnar: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 120-96 Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 109-119 Miami Heat - Utah Jazz 102-100 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 103-95 Dallas Mavericks - LA Clippers 114-110 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 131-118 NBA Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Dennis Smith Jr. lét brotna framtönn ekki trufla sig frá því að tryggja Dallas Mavericks sigurinn á Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld. Hægri framtönn Smith Jr. flaug nærri öll út úr munninum á honum seint í þriðja leikhluta þegar olnbogi Patrick Beverley small í andlitinu á honum í baráttu um lausan bolta. Smith settist á bekkinn í smá stund en snéri svo aftur í fjórða leikhluta og átti stóran þátt í 114-110 sigri Mavericks. Í stöðunni 110-112 með 12 sekúndur á klukkunni varði Smith Jr. skot frá Tobias Harris, tók varnarfrákast nokkrum sekúndum síðar og sótti villu. Hann setti niður vítaskotin sín tvö og leiktíminn rann út. DeAndre Jordan fór mikinn í liði Mavericks, en þetta var hans fyrsti leikur gegn gömlu félögunum í Clippers. Jordan tók 23 fráköst, meira en helmingi meira en nokkur annar á vellinum, og skoraði 16 stig. Beverly gerði meira en losa menn við tennur í leiknum, hann kastaði bolta í stuðningsmann Clippers og var rekinn úr húsi fyrir það. Beverley segist hafa brugðist svona við því að stuðningsmaðurinn blótaði móður leikmannsins. „Ég sagði dómaranum og öryggisgæslunni frá þessu. Ég hef aldrei verið rekinn út úr húsi á ferlinum í NBA deildinni. Ég spila fast en innan reglanna. Ég er fullorðinn maður en ég hef mínar sannfæringar. Guð kemur fyrstur en fjölskyldan þar strax á eftir og ég stend á bak við það,“ sagði Beverley eftir leikinn.Dennis Smith Jr. stands strong defensively to secure the @dallasmavs W! #MFFLpic.twitter.com/dkKFdZthQ9 — NBA (@NBA) December 3, 2018 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers sinn þriðja sigur í röð þegar liðið rúllaði yfir Phoenix Suns 120-96. Rétt áður en flautað var til leiksloka fögnuðu Lakersmenn ógurlega þegar þýski nýliðinn Moritz Wagner skoraði sína fyrstu körfu í NBA deildinni. „Hann var að læra að hjóla. Þetta var það augnablik á hans ferli. Að sjálfsögðu erum við spenntir,“ sagði LeBron James eftir leikinn. James skoraði 22 stig fyrir Lakers en hvíldi þó allan fjórða leikhlutann líkt og Kyle Kuzma sem skoraði 23 stig. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Los Angeles á flugi og hefur unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum.The @Lakers go to 14-9 on the season behind strong performances from LeBron James (22 PTS, 8 AST, 6 REB) & Kyle Kuzma (23 PTS)! #LakeShowpic.twitter.com/5Qg9NFj5UG — NBA (@NBA) December 2, 2018Úrslit næturinnar: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 120-96 Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 109-119 Miami Heat - Utah Jazz 102-100 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 103-95 Dallas Mavericks - LA Clippers 114-110 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 131-118
NBA Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum