Golf

Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði eftir bráðabana

Einar Sigurvinsson skrifar
Ragnhildur Kristinsdóttir.
Ragnhildur Kristinsdóttir. Mynd/GSÍmyndir

Ragnhildur Kristinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á Símamótinu sem fram fór á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ í dag, en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni.

Að lokum þremur hringum voru Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og Helga Kristín Einarsdóttir úr Keili jafnar á þurfti því að grípa til bráðabana, en Helga Kristín vann upp eins höggs forskot Ragnhildar frá gærdeginum.

Aðeins þurfti að leika eina hola í bráðabana þar sem Ragnhildur fékk fugl en Helga Kristín lék holuna á pari.

Annika Sörenstam, einn besti kylfingur sögunnar veitti Ragnhildi verðlaunin en hún er stödd hér á landi í tilefni af Stelpugolfdeginum, sem er í dag.

Lokahringnum í karlaflokki er enn ólokið en þegar níu holur eru eftir er Kristján Þór Einarsson í Golfklúbbi Mosfellsbæjar með tveggja högga forystu.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.